Stefnubreyting við sameiningu stofnana Alma Lísa Jóhannsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Síðustu ríkisstjórnir hafa unnið að þessu. Stórar sameiningar áttu sér stað á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Aðferðafræðin við sameiningarnar var að starfsfólk stofnananna fékk að halda starfi sínu og hugað var þannig að velferð mannauðsins í umbótaferlinu enda lykillinn að því að vel takist til. Í fyrsta fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar boðaði fjármálaráðherra stórfelldar breytingar á ríkisrekstrinum. Meðal þeirra var fækkun opinberra stofnana um 50 og haldið var þannig áfram á þeirri vegferð sem hófst rétt fyrir aldamótin 2000. Framtíðarsýnin sem birtist í rökunum fyrir ákvörðuninni var einnig skýr en í frumvarpinu var eitt höfuðmarkmiðanna að einfalda ríkiskerfið og minnka umfang þess með það að leiðarljósi að auka skilvirkni. Þó svo að markmiðið sé það sama hefur margt breyst. Ef litið er til þeirrar aðferðafræði sem notuð hefur verið við sameiningu stofnana á undanförnum árum má sjá að nú hefur átt sér stað stefnubreyting. Hún birtist með þeim hætti að stjórnvöld telja nú mikilvægt, jafnvel nauðsynlegt, að segja öllu starfsfólki upp við sameiningar stofnana. Nýlegar sameiningar sýna þetta með skýrum hætti. Nýjasta dæmið er frá síðasta starfsdegi Alþingis fyrir sumarfrí með stofnun Menntamálastofnunar. SFR telur þessa leið ranga. Einfaldlega vegna þess að verkefnin sem eru færð til nýrrar stofnunar eru hin sömu og voru hjá fyrirrennurum hennar og því er aðeins um breytingar á byggingu stofnana að ræða en ekki um niðurlagningu starfa og verkefna svo um ræðir. Starfsmönnum eru ýmist boðin störf hjá nýrri stofnun við sömu verkefni og áður, eða þeim eru boðin ný verkefni. Það er verulegt áhyggjuefni að nú virðist vera að færast í aukana að settur sé fyrirvari í lögin um að lækka megi starfsfólk í starfsstigi. Standi vilji stjórnvalda til þess að gera breytingar á störfum er til samræmis við meðalhófsreglu að flytja störfin en ekki leggja þau niður. SFR telur grundvallaratriði að gætt sé jafnræðis gagnvart opinberum starfsmönnum við sameiningu stofnana. Engin rök eru fyrir því að réttarstaða starfsfólks þeirra stofnana sem lagðar eru niður nú sé lakari en réttarstaða starfsmanna við sambærilegar sameiningar sem hafa átt sér stað. Stjórnvöld hafa ekki markað sér opinbera stefnu um hvernig þau vilja standa að verkefnum eins og sameiningum stofnana. Því hafa þau ekki heldur tekið ákvörðun um hvernig þau vilja búa að mannauðnum við slíkar aðstæður. Hingað til hefur það verið á forræði einstakra stofnana eða ráðuneytis. Þetta er algjörlega ótækt. Stjórnvöld verða að vita hvert þau ætla að fara og hvernig þau ætla að komast þangað. Tryggja þarf að á bak við ákvörðun um sameiningu stofnana liggi fjárhagslegar, rekstrarlegar, stjórnsýslulegar, samfélagslegar, faglegar og hugsanlega pólitískar forsendur þannig að markmiðið með breytingunum sé á hreinu og leiðirnar að því séu skýrar. Undirbúningur er alltaf mikilvægur enda getur ávinningur af umbótum orðið lítill sem enginn ef ekki er staðið vel að málum frá upphafi. Stjórnsýslan á að starfa með faglegum hætti og gæta jafnræðis og meðalhófs enda er mikilvægt að gætt sé samræmis við ákvörðunartöku stjórnvalda.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun