Rýrari framhaldsskólar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun