Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. janúar 2016 15:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira