Þöggun í kringum rannsókn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. janúar 2016 12:15 Atli Gíslason yfirheyrði tugi lögreglumanna og skilaði viðamikilli skýrslu um starfsemi fíkniefnadeildar. Engin ákæra var gefin út. Vísir Árið 1997 fór fram ítarleg rannsókn á starfsemi lögreglunnar í Reykjavík þar sem tugir lögreglumanna voru yfirheyrðir og höfðu stöðu grunaðra á einhverjum tímapunkti. Tímabilið sem var skoðað var frá 1988 til 1997. Yfirmenn fíkniefnadeildar á þessum tíma voru þeir Arnar Jensson, sem stýrði deildinni frá 1985 til 1990, og Björn Halldórsson, sem tók við af Arnari og stýrði deildinni frá 1990 til 1997. Bæði Arnar og Björn voru grunaðir um að hafa verið í upplýsinga- og trúnaðarsambandi við Franklín Steiner sem hafði verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Franklín var talinn hafa fengið skjól hjá lögreglu í skiptum fyrir upplýsingar. Rannsókn var hafin á málinu eftir ítarlega umfjöllun tímaritsins Mannlífs. Rannsókninni stýrði Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður sem skilaði skýrslu til ríkissaksóknara. Að rannsókn lokinni var ekki ákært í málinu. Skýrslan var ekki gerð opinber. Þá eins og nú var talið að fjölmörg mál hafi ekki fengið eðlilega meðferð. Atli segir að í skýrslunni hafi verið greint frá upplýstu fíkniefnamáli sem aldrei hafi verið ákært í.Atli Gíslason, þáverandi hæstaréttarlögmaður, stýrði rannsókninni.Vísir/StefánErfið rannsókn og mikil þöggun „Þetta var mjög erfið rannsókn og mikil þöggun í kringum hana. Ég rak lögmannsstofu á þessum tíma og skipaður lögreglustjóri um tíma af þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteini Pálssyni. Ég fékk tvo lögreglumenn mér til aðstoðar, einn af Selfossi og annan úr Reykjavík sem var kennari í Lögregluskólanum, auk þess að nota fulltrúa minn," segir Atli. Að sögn Atla vann hann í rannsókninni í tvo eða þrjá mánuði og var mikill fjöldi lögreglumanna yfirheyrður. „Menn voru svo sem ekki samvinnufúsir og þetta var erfitt viðureignar. Við skiluðum af okkur skýrslu til ríkissaksóknara. Í henni kom meðal annars fram að í einu upplýstu fíkniefnamáli var ekki kært. Það varð ekkert úr því máli, það bara sofnaði í fíkniefnadeildinni. Franklín Steiner neitaði alltaf þessu samstarfi við lögregluna og ríkissaksóknari tók þá ákvörðun að gefa ekki út ákæru,“ upplýsir Atli.Hefði verið betra að gefa út ákæru Atli segir samstarfið við þáverandi dómsmálaráðherra hafa verið gott. „Þorsteinn var allur af vilja gerður til að upplýsa um þetta og samstarfið við hann var gott. Það hefið verið betra að ýmsu leyti ef það hefði verið gefin út ákæra í málinu. Það urðu einhverjar breytingar á innra starfi deildarinnar í kjölfar skýrslunnar,“ segir hann. Af reynslunni ræður Atli að það sé eðlilegt að búast við spillingu í rannsóknum fíkniefnamála. Það þurfi að fyrirbyggja með einhverjum hætti, til að mynda með því að færa menn til í starfi og skipta oftar um yfirmenn. „Það má búast við svona. Það er eðlilegt. Þetta er óskaplega harður heimur, menn svífast einskis. Þetta er erfitt fyrir starfsmenn fíkniefnalögreglu. Ef það er ekki beitt fé, þá kemur til að þeim sé hótað persónulega eða börnum þeirra. Það þarf að vera bæði innra og ytra eftirlit með lögreglunni. Þetta þarf auðvitað að skoða, rótera oft innan deildarinnar og skipta oftar um yfirmenn,“ segir Atli.Starfsmenn í hættu Landssamband lögreglumanna hefur um áratugaskeið bent á hættur sem steðja að þeim sem starfa í þessari deild. „Hætturnar sem að þeim steðja sem starfa í þessari deild eru t.d. hótanir gagnvart þeim og fjölskyldum þeirra,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Skemmdir á eigum þeirra. Óvissa við innfarir í hús þar sem gera þarf húsleit – hverjir eru á staðnum, eru þeir vopnaðir, hundar á staðnum og svo framvegis.“ Snorri segir að þá megi einnig telja til aukin umsvif erlendra aðila í undirheimum hér á landi. „Þar er mikill óvissuþáttur því þetta eru aðilar sem lögregla þekkir jafnvel engin deili á. Aðilar sem svífast einskis, sem sást t.d. í árásinni á starfsmenn fíkniefnadeildarinnar á Laugaveginum fyrir einhverjum par árum síðan. Þeir vita í raun ekkert, þegar þeir fara til vinnu að morgni, hvert dagurinn leiðir þá og hvort þau mál sem þá liggja fyrir klárist þann daginn eða hvort þau krefjist farvista frá fjölskyldu og vinum í einhverja daga eða vikur jafnvel. Starfsumhverfið er því þrungið mikilli óvissu, afar krefjandi og áhættusamt ofan á léleg laun og undirmönnun.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir unnið að gerð frumvarps um eftirlit með lögreglu. Vísir/ErnirÓlöf Nordal innanríkisráðherra segir unnið að gerð frumvarps um eftirlit með lögreglu. „Ég legg áherslu á mikilvægi þess að eftirlit sé haft með lögreglunni. Í skýrslu nefndar um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu eru tillögur sem gera ráð fyrir að stjórnsýslunefnd hafi þetta hlutverk með höndum. Í tillögunum eru lögð til fyrstu skref og er skýrsla nefndarinnar góður grunnur til að byggja á. Í ráðuneytinu er nú unnið að gerð draga að frumvarpi á grundvelli skýrslunnar sem sett verður í almennt umsagnarferli og ég mun skoða allar athugasemdir sem fram koma sem styrkt geta eftirlitið. Mikilvægt er að líta til þeirra breytinga sem hafa þegar tekið gildi með embætti héraðssaksóknara sem tók til starfa 1. janúar 2016, en það embætti fer nú með rannsóknir og ákæruvald vegna meintra refsiverðra brota lögreglumanna í starfi. Jafnframt er mikilvægt að ákvarðanir héraðssaksóknara í þessum efnum eru kæranlegar til ríkissaksóknara. Í því felst aukið réttaröryggi,“ segir Ólöf Nordal. Embætti héraðssaksóknara er þannig falið mikilvægt eftirlitshlutverk með lögreglunni. Þetta er þýðingamikil breyting frá því kerfi sem var við lýði fram til 1. janúar sl. þar sem þetta var í höndum ríkissaksóknara og ekki var hægt að kæra niðurstöðu embættisins á æðra ákæruvaldsstig. Þá er rétt er að taka fram að gera verður greinarmun á því hvort um er að ræða kæru vegna meintrar saknæmrar háttsemi lögreglumanns í starfi eða kvartanir á starfsháttum lögreglu. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Árið 1997 fór fram ítarleg rannsókn á starfsemi lögreglunnar í Reykjavík þar sem tugir lögreglumanna voru yfirheyrðir og höfðu stöðu grunaðra á einhverjum tímapunkti. Tímabilið sem var skoðað var frá 1988 til 1997. Yfirmenn fíkniefnadeildar á þessum tíma voru þeir Arnar Jensson, sem stýrði deildinni frá 1985 til 1990, og Björn Halldórsson, sem tók við af Arnari og stýrði deildinni frá 1990 til 1997. Bæði Arnar og Björn voru grunaðir um að hafa verið í upplýsinga- og trúnaðarsambandi við Franklín Steiner sem hafði verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot. Franklín var talinn hafa fengið skjól hjá lögreglu í skiptum fyrir upplýsingar. Rannsókn var hafin á málinu eftir ítarlega umfjöllun tímaritsins Mannlífs. Rannsókninni stýrði Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður sem skilaði skýrslu til ríkissaksóknara. Að rannsókn lokinni var ekki ákært í málinu. Skýrslan var ekki gerð opinber. Þá eins og nú var talið að fjölmörg mál hafi ekki fengið eðlilega meðferð. Atli segir að í skýrslunni hafi verið greint frá upplýstu fíkniefnamáli sem aldrei hafi verið ákært í.Atli Gíslason, þáverandi hæstaréttarlögmaður, stýrði rannsókninni.Vísir/StefánErfið rannsókn og mikil þöggun „Þetta var mjög erfið rannsókn og mikil þöggun í kringum hana. Ég rak lögmannsstofu á þessum tíma og skipaður lögreglustjóri um tíma af þáverandi dómsmálaráðherra, Þorsteini Pálssyni. Ég fékk tvo lögreglumenn mér til aðstoðar, einn af Selfossi og annan úr Reykjavík sem var kennari í Lögregluskólanum, auk þess að nota fulltrúa minn," segir Atli. Að sögn Atla vann hann í rannsókninni í tvo eða þrjá mánuði og var mikill fjöldi lögreglumanna yfirheyrður. „Menn voru svo sem ekki samvinnufúsir og þetta var erfitt viðureignar. Við skiluðum af okkur skýrslu til ríkissaksóknara. Í henni kom meðal annars fram að í einu upplýstu fíkniefnamáli var ekki kært. Það varð ekkert úr því máli, það bara sofnaði í fíkniefnadeildinni. Franklín Steiner neitaði alltaf þessu samstarfi við lögregluna og ríkissaksóknari tók þá ákvörðun að gefa ekki út ákæru,“ upplýsir Atli.Hefði verið betra að gefa út ákæru Atli segir samstarfið við þáverandi dómsmálaráðherra hafa verið gott. „Þorsteinn var allur af vilja gerður til að upplýsa um þetta og samstarfið við hann var gott. Það hefið verið betra að ýmsu leyti ef það hefði verið gefin út ákæra í málinu. Það urðu einhverjar breytingar á innra starfi deildarinnar í kjölfar skýrslunnar,“ segir hann. Af reynslunni ræður Atli að það sé eðlilegt að búast við spillingu í rannsóknum fíkniefnamála. Það þurfi að fyrirbyggja með einhverjum hætti, til að mynda með því að færa menn til í starfi og skipta oftar um yfirmenn. „Það má búast við svona. Það er eðlilegt. Þetta er óskaplega harður heimur, menn svífast einskis. Þetta er erfitt fyrir starfsmenn fíkniefnalögreglu. Ef það er ekki beitt fé, þá kemur til að þeim sé hótað persónulega eða börnum þeirra. Það þarf að vera bæði innra og ytra eftirlit með lögreglunni. Þetta þarf auðvitað að skoða, rótera oft innan deildarinnar og skipta oftar um yfirmenn,“ segir Atli.Starfsmenn í hættu Landssamband lögreglumanna hefur um áratugaskeið bent á hættur sem steðja að þeim sem starfa í þessari deild. „Hætturnar sem að þeim steðja sem starfa í þessari deild eru t.d. hótanir gagnvart þeim og fjölskyldum þeirra,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. „Skemmdir á eigum þeirra. Óvissa við innfarir í hús þar sem gera þarf húsleit – hverjir eru á staðnum, eru þeir vopnaðir, hundar á staðnum og svo framvegis.“ Snorri segir að þá megi einnig telja til aukin umsvif erlendra aðila í undirheimum hér á landi. „Þar er mikill óvissuþáttur því þetta eru aðilar sem lögregla þekkir jafnvel engin deili á. Aðilar sem svífast einskis, sem sást t.d. í árásinni á starfsmenn fíkniefnadeildarinnar á Laugaveginum fyrir einhverjum par árum síðan. Þeir vita í raun ekkert, þegar þeir fara til vinnu að morgni, hvert dagurinn leiðir þá og hvort þau mál sem þá liggja fyrir klárist þann daginn eða hvort þau krefjist farvista frá fjölskyldu og vinum í einhverja daga eða vikur jafnvel. Starfsumhverfið er því þrungið mikilli óvissu, afar krefjandi og áhættusamt ofan á léleg laun og undirmönnun.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir unnið að gerð frumvarps um eftirlit með lögreglu. Vísir/ErnirÓlöf Nordal innanríkisráðherra segir unnið að gerð frumvarps um eftirlit með lögreglu. „Ég legg áherslu á mikilvægi þess að eftirlit sé haft með lögreglunni. Í skýrslu nefndar um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu eru tillögur sem gera ráð fyrir að stjórnsýslunefnd hafi þetta hlutverk með höndum. Í tillögunum eru lögð til fyrstu skref og er skýrsla nefndarinnar góður grunnur til að byggja á. Í ráðuneytinu er nú unnið að gerð draga að frumvarpi á grundvelli skýrslunnar sem sett verður í almennt umsagnarferli og ég mun skoða allar athugasemdir sem fram koma sem styrkt geta eftirlitið. Mikilvægt er að líta til þeirra breytinga sem hafa þegar tekið gildi með embætti héraðssaksóknara sem tók til starfa 1. janúar 2016, en það embætti fer nú með rannsóknir og ákæruvald vegna meintra refsiverðra brota lögreglumanna í starfi. Jafnframt er mikilvægt að ákvarðanir héraðssaksóknara í þessum efnum eru kæranlegar til ríkissaksóknara. Í því felst aukið réttaröryggi,“ segir Ólöf Nordal. Embætti héraðssaksóknara er þannig falið mikilvægt eftirlitshlutverk með lögreglunni. Þetta er þýðingamikil breyting frá því kerfi sem var við lýði fram til 1. janúar sl. þar sem þetta var í höndum ríkissaksóknara og ekki var hægt að kæra niðurstöðu embættisins á æðra ákæruvaldsstig. Þá er rétt er að taka fram að gera verður greinarmun á því hvort um er að ræða kæru vegna meintrar saknæmrar háttsemi lögreglumanns í starfi eða kvartanir á starfsháttum lögreglu.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00