Patrick Reed lék frábærlega á fyrsta hring á móti meistarana sem hófst í gær á Hawaii en hann kom inn á 65 höggum eða átta undir pari.
Reed á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra en aðeins kylfingar sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni í fyrra hafa þátttökurétt í mótinu.
Leikið er á hinum fagra Plantation velli sem er par 73, sem er óvenjulegt á PGA-mótaröðinni en gefur bestu kylfingum heims fleiri sénsa á fuglum þar sem skor í gær var mjög lágt.
Reed verður að halda áfram að spila vel því besti kylfingur heims, Jordan Spieth, kom inn á 66 höggum eða sjö undir pari.
Hann er einn í öðru sæti en Brandt Snedeker og hinn högglangi J.B. Holmes koma þar á eftir á sex undir.
Mót meistarana er fyrsta alvöru mótið á PGA-mótaröðinni á árinu sem fer nú í fullan gang eftir jólafrí en það verður sýnt í beinni á Golfstöðinni alla helgina.

