Körfubolti

Jón Arnór og félagar búnir að gera betur en Golden State

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Getty
Valencia Basket vann í kvöld 25. leikinn sinn á tímabilinu en spænska körfuboltaliðið hefur unnið alla leiki sína í deild og Evrópukeppni á leiktíðinni.

Valencia vann sextán stiga sigur á gríska liðinu Paok í kvöld, 78-62, og hefur þar með unnið alla ellefu Evrópuleikina sína.

Um síðustu helgi fagnaði Valencia-liðið sínum fjórtánda sigri í röð í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Unicaja Malaga 81-70.

Valencia hefur því gert betur en NBA-liðið Golden State Warriors sem vann 24 fyrstu leiki sína í NBA-deildinni á þessu tímabili.

Jón Arnór Stefánsson missti af öðrum leiknum í röð vegna bakmeiðsli en stigaskorið dreifðist mikið á leikmenn liðsins í kvöld.

Átta leikmenn Valencia-liðsins skoruðu á bilinu sjö til tólf stig í þessum leik og sá níundi var með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×