Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2016 06:00 Ríkissaksóknari nýtur aðstoðar lögreglu, þó ekki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við rannsókn á brotum lögreglumanns í fíkniefnadeild sem sætir gæsluvarðhaldi. vísir/gva „Hann hefur starfað hjá lögreglunni í nokkur ár,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari um lögreglumann sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í nokkra daga vegna gruns um alvarleg brot í starfi. Lögreglumaðurinn er karlmaður á fimmtugsaldri og er í einangrun sökum rannsóknarhagsmuna. Helgi Magnús neitar því ekki að rannsóknin snúi að óeðlilegum samskiptum hans við brotamenn og segir að málið verði rannsakað af embætti ríkissaksóknara með aðstoð lögreglu. „Við höfum lögregluna okkur til aðstoðar, en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir mál lögreglumannsins og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar sem var fluttur til í starfi fyrr á árinu og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi ekki nátengd. „Málin eru ekki nátengd og eru ekki rannsökuð sem eitt og sama málið. Ég get þó ekki tjáð mig um það, hvort við séum að rannsaka hitt málið.“Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkTilfærsla í starfi eftir fjölda ábendinga um leka Sá lögreglumaður er enn við störf innan lögreglu en hann gegndi í töluverðan tíma yfirmannsstöðu bæði hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Slíkt fyrirkomulag er afar óvenjulegt og gagnrýnisvert að mati dansks yfirlögregluþjóns. Var hann færður til í starfi árið 2015 eftir að ábendingar bárust í enn eitt skiptið um að hann væri að leka upplýsingum til glæpamanna. Eftir að hafa gegnt stöðu í deild ótengdri rannsóknum á fíkniefnamálum var hann færður í deild sem kemur að símahlustunum. Urgur var hjá starfsfólki lögreglu vegna þessa samkvæmt heimildum fréttastofu og þótti ákvörðunin óskiljanleg. Með þeirri tilfærslu var hann aftur komin í stöðu til að hafa áhrif á rannsóknir fíkniefnamála.Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelmÍ nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir tillögur nefndarinnar ekki duga. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál.Sjá einnig:Blað brotið ef upp kemst mútumál hjá íslensku lögreglunni „Embætti lögreglu er mannleg stofnun. Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum. Lögreglan er hins vegar eina mannlega stofnunin sem hefur heimild til að beita líkamlegu valdi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglumönnum. Eftirlitið sem við viljum er miklu víðtækara en einfaldlega það hvort þeir fara eftir hegningarlögum eða ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum." Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
„Hann hefur starfað hjá lögreglunni í nokkur ár,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari um lögreglumann sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í nokkra daga vegna gruns um alvarleg brot í starfi. Lögreglumaðurinn er karlmaður á fimmtugsaldri og er í einangrun sökum rannsóknarhagsmuna. Helgi Magnús neitar því ekki að rannsóknin snúi að óeðlilegum samskiptum hans við brotamenn og segir að málið verði rannsakað af embætti ríkissaksóknara með aðstoð lögreglu. „Við höfum lögregluna okkur til aðstoðar, en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir mál lögreglumannsins og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar sem var fluttur til í starfi fyrr á árinu og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi ekki nátengd. „Málin eru ekki nátengd og eru ekki rannsökuð sem eitt og sama málið. Ég get þó ekki tjáð mig um það, hvort við séum að rannsaka hitt málið.“Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkTilfærsla í starfi eftir fjölda ábendinga um leka Sá lögreglumaður er enn við störf innan lögreglu en hann gegndi í töluverðan tíma yfirmannsstöðu bæði hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Slíkt fyrirkomulag er afar óvenjulegt og gagnrýnisvert að mati dansks yfirlögregluþjóns. Var hann færður til í starfi árið 2015 eftir að ábendingar bárust í enn eitt skiptið um að hann væri að leka upplýsingum til glæpamanna. Eftir að hafa gegnt stöðu í deild ótengdri rannsóknum á fíkniefnamálum var hann færður í deild sem kemur að símahlustunum. Urgur var hjá starfsfólki lögreglu vegna þessa samkvæmt heimildum fréttastofu og þótti ákvörðunin óskiljanleg. Með þeirri tilfærslu var hann aftur komin í stöðu til að hafa áhrif á rannsóknir fíkniefnamála.Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelmÍ nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir tillögur nefndarinnar ekki duga. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál.Sjá einnig:Blað brotið ef upp kemst mútumál hjá íslensku lögreglunni „Embætti lögreglu er mannleg stofnun. Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum. Lögreglan er hins vegar eina mannlega stofnunin sem hefur heimild til að beita líkamlegu valdi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglumönnum. Eftirlitið sem við viljum er miklu víðtækara en einfaldlega það hvort þeir fara eftir hegningarlögum eða ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum."
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33