Fótbolti

Forseti Espanyol segir Iniesta ljúga um kynþáttaníð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Neymar heyrði ekki neitt.
Neymar heyrði ekki neitt. vísir/getty
Neymar, framherji Barcelona, segist ekki hafa orðið var við kynþáttaníð sem átti að hafa verið beint að honum í Katalóníuslagnum gegn Espanyol um helgina.

Andrés Iniesta, fyrirliði Barcelona, sagði við spænska fjölmiðla eftir markalausa jafnteflið gegn Espanyol að Brasilíumaðurinn varð fyrir barðinu á kynþáttaníði og stúkunni.

„Ég heyrði ekki neitt. Ég læt svona hluti ekki trufla mig. Ég spila bara fótbolta,“ sagði Neymar sjálfur við sjónvarpsstöðina La Sexta.

Joan Collet, forseti Espanyol, hefur engan húmor fyrir ásökunum Iniesta og vísar þeim til föðurhúsanna.

„Ég var þarna líkt og 30.000 aðrir og ekkert gerðist. Það er búið að blása þetta upp vegna þess að einhver einn kallaði eitthvað. Þetta var í heildina ekki neitt og er bara lygi,“ sagði Joan Collet.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×