Körfubolti

Jakob stigahæstur í naumu tapi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jakob Örn átti flottan leik í dag en gat ekki komið í veg fyrir tap Boras.
Jakob Örn átti flottan leik í dag en gat ekki komið í veg fyrir tap Boras. Vísir/getty
Jakob Örn Sigurðarson fór fyrir liði Borås með 21 stig en þurfti að sætta sig við fimm stiga tap gegn Nassjö í sænsku deildinni í körfubolta í dag en þetta var annað tap liðsins í röð.

Jakob Örn og félagar höfðu unnið fjóra leiki í röð í deildinni áður en kom að tapinu gegn Nörrkoping Dolphins í síðustu umferð en Borås mistókst að saxa á forskot Södertälje í dag sem á tvo leiki til góða.

Borås hafði undirtökin á heimavelli lengst af í leiknum í dag og leiddi 63-54 að þremur leikhlutum loknum en náðu sér aldrei á strik í fjórða leikhluta og náðu gestirnir í Nassjö að stela sigrinum á lokametrunum.

Hlynur Bæringsson og félagar í Sundsvall Dragons komust upp í 4. sæti deildarinnar með 95-86 sigri á útivelli gegn Jamtland í dag en þetta var annar sigur Sundsvall í röð.

Sundsvall náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta og leiddi með nítján stigum fyrir fjórða leikhluta en leikmönnum Jamtland tókst að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins.

Hlynur skilaði níu stigum ásamt því að taka þrjú fráköst, gefa eina stoðsendingu og stela boltanum þrisvar en flest stig hans komu af vítalínunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×