Stjórnmálamaður ársins ætlar aftur fram í næstu kosningum Una Sighvatsdóttir skrifar 3. janúar 2016 13:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var útnefndur stjórnmálamaður ársins 2015 á Sprengisandi af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis. Kosningin var mjög jöfn milli efstu þriggja sætanna, því Helgi Hrafn hlaut rúm 22 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var í öðru sæti hlaut 21,4 prósent atkvæða og Bjarni Benediktsson í þriðja sæti hlaut 20,6 prósent. Katrín Jakobsdóttir var í fjórða sæti með rúm tíu prósent atkvæða og Ólöf Nordal í því fimmta með rúm sjö prósent. Helgi Hrafn er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og jafnframt svonefndur kapteinn flokksins. Píratar voru stærsti flokkur síðasta árs, með þrjátíu prósent meðalfylgi yfir árið samanborið við rúmlega tíu prósent meðalfylgi Framsóknarflokksins sem leiðir ríkisstjórnina. Haldi Píratar þessu fylgi þýðir það að þeir fengju nítján þingsæti í næstu kosningum, sem yrði margföldun á völdum flokksins því á þessu kjörtímabili sitja aðeins þrír Píratar á fylgi. Helgi Hrafn sagði á Sprengisandi fyrr í dag að hann eigi von á því að fylgið muni minnka, en flokkurinn sé þó tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess. Skilyrði þeirra séu þó skýr. „Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun stjórnar á næsta kjörtímabili,“ segir Helgi Hrafn. „Aðaláhersla á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnmyndunarumboð væri að koma á nýju stjórnarskránni, semsagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. Þetta er það sem við leggjum upp með.“ Í viðtalinu við Helga, sem heyra má hér fyrir ofan, kom einnig fram að hann mun að óbreyttu bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11 Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00 Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22 Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Vilja bjölluna burt: „Fremur til óþurftar en gagns“ Þingmenn segjast fá í eyrun af klukknahljómi forseta Alþingis. 14. desember 2015 22:11
Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16
Þingflokkur Pírata myndi áttfaldast Helsti möguleikinn á myndun tveggja flokka stjórnar, ef kosið væri til Alþingis í dag, væri stjórn Pírata og Sjálfstæðisflokks. Pírati vill að stjórnmálaflokkar myndi skýrari línur fyrir kosningar. 13. nóvember 2015 07:00
Bað Margréti Frímanns afsökunar úr pontu á Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hringdi líka í fráfarandi fangelsisstjórann á Litla-Hrauni til að biðja hana afsökunar. 5. desember 2015 13:22
Ræða Karls um landamæraeftirlit og barnaskap fyllti Helga Hrafn ótta Hefur miklar áhyggjur af orðræðu í samfélaginu um að samkennd og skilningur þyki barnaskapur. 24. nóvember 2015 15:12