Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 19:08 Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira