Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 19:08 Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira