Lars og Heimir í hópi bestu þjálfara ársins hjá World Soccer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:00 Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og strákarnir fagna hér sæti á EM 2016. Vísir/Vilhelm Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer er búið að gera upp árið með árlegum útnefningum sínum og að þessu sinni á Ísland fulltrúa af tveimur listum af þremur. Íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru meðal bestu þjálfara ársins en afrek þeirra að koma 330 þúsund manna þjóð í úrslitakeppni EM 2016 hefur ekki farið framhjá þeim á World Soccer. Barcelona vinnur samt alla flokka, Lionel Messi er leikmaður ársins 2015, Luis Enrique var besti þjálfarinn 2015 og Barcelona lið ársins 2015. Lars og Heimir eru í fimmta sæti listans en tveir félagsþjálfarar (Luis Enrique og Pep Guardiola) og tveir landsliðsþjálfarar (þjálfarar Síle og Norður-Írlands) eru á undan þeim. Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi í haust og var komið með farseðillinn þegar tveir leikir voru enn eftir í undankeppninni. Liðið fór næstum því alla leið með því að vinna Hollendinga í Amsterdam en gulltryggði sæti með markalausu jafntefli við Kasakstan nokkrum dögum síðar. Lars og Heimir fengu alls þrjú stig, einu minna en Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra en einu meira en þeir Max Allegri hjá Juventus og Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einnig meðal liða ársins en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í kosningu World Soccer og eina landsliðið sem var ofar eru Suður-Ameríkumeistarar Síle.Besti þjálfari ársins 2015 að mati World Soccer 1. Luis Enrique, Barcelona 49 atkvæði 2. Jorge Sampaoli, Síle 15 3. Pep Guardiola, Bayern München 10 4. Michael O’Neill, Norður-Írland 45. Lars Lagerbäck/Heimir Hallgrímsson, Ísland 3 6. Max Allegri, Juventus 2 6. Diego Simeone, Atletico Madrid 2 8. Carlo Ancelotti, Real Madrid 1 8. Pal Dardai, Ungverjaland 1 8. Gianni Di Biaisi, Albanía 1 8. Eusebio Di Francesco, Sassuolo 1 8. Eddie Howe, Bournemouth 1 8. Jorge Jesus, Benfica/Sporting Lissabon 1 8. Joachim Löw, Þýskaland 1 8. Jose Mourinho, Chelsea 1 8. Luis Felipe Scolari, Guangzhou Evergrande 1 8. Uli Stielike, Suður-Kórea 1 8. Unai Emery, Sevilla 1 8. Hein Vanhaezebrouck, Gent 1Lið ársins 2015 að mati World Soccer 1. Barcelona 82 atkvæði 2. Síle 9 3. Bayern München 34. Ísland 2 5. Þýskaland 1 5. Tyrkland 1Besti leikmaður ársins 2015 að mati World Soccer (topp 20, sjá allan listann): 1. Lionel Messi, Barcelona & Argentína 927 atkvæði 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid & Portúgal 702 3. Neymar, Barcelona & Brasilía 675 4. Luis Suarez, Barcelona & Úrúgvæ 582 5. Robert Lewandowski, Bayern München & Pólland 450 6. Thomas Muller, Bayern München & Þýskaland 240 7. Andres Iniesta, Barcelona & Spánn 222 8. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain & Svíþjóð 196 9. Paul Pogba, Juventus & Frakkland 137 10. Manuel Neuer, Bayern München & Þýskaland 131 11. Alexis Sanchez, Arsenal & Síle 123 12. Eden Hazard, Chelsea & Belgía 102 13. Sergio Aguero, Manchester City & Argentína 98 14. Kevin De Bruyne, Wolfsburg/Manchester City & Belgía 78 15. Arturo Vidal, Juventus/Bayern München & Síle 73 16. Gianluigi Buffon, Juventus & Ítalía 72 17. Carlos Tevez, Juventus/Boca Juniors & Argentína 43 18. Yaya Toure, Manchester City & Fílabeinsströndin 39 19. Gareth Bale, Real Madrid & Wales 36 19. Ivan Rakitic, Barcelona & Króatía 36 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20 Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer er búið að gera upp árið með árlegum útnefningum sínum og að þessu sinni á Ísland fulltrúa af tveimur listum af þremur. Íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru meðal bestu þjálfara ársins en afrek þeirra að koma 330 þúsund manna þjóð í úrslitakeppni EM 2016 hefur ekki farið framhjá þeim á World Soccer. Barcelona vinnur samt alla flokka, Lionel Messi er leikmaður ársins 2015, Luis Enrique var besti þjálfarinn 2015 og Barcelona lið ársins 2015. Lars og Heimir eru í fimmta sæti listans en tveir félagsþjálfarar (Luis Enrique og Pep Guardiola) og tveir landsliðsþjálfarar (þjálfarar Síle og Norður-Írlands) eru á undan þeim. Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi í haust og var komið með farseðillinn þegar tveir leikir voru enn eftir í undankeppninni. Liðið fór næstum því alla leið með því að vinna Hollendinga í Amsterdam en gulltryggði sæti með markalausu jafntefli við Kasakstan nokkrum dögum síðar. Lars og Heimir fengu alls þrjú stig, einu minna en Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra en einu meira en þeir Max Allegri hjá Juventus og Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einnig meðal liða ársins en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í kosningu World Soccer og eina landsliðið sem var ofar eru Suður-Ameríkumeistarar Síle.Besti þjálfari ársins 2015 að mati World Soccer 1. Luis Enrique, Barcelona 49 atkvæði 2. Jorge Sampaoli, Síle 15 3. Pep Guardiola, Bayern München 10 4. Michael O’Neill, Norður-Írland 45. Lars Lagerbäck/Heimir Hallgrímsson, Ísland 3 6. Max Allegri, Juventus 2 6. Diego Simeone, Atletico Madrid 2 8. Carlo Ancelotti, Real Madrid 1 8. Pal Dardai, Ungverjaland 1 8. Gianni Di Biaisi, Albanía 1 8. Eusebio Di Francesco, Sassuolo 1 8. Eddie Howe, Bournemouth 1 8. Jorge Jesus, Benfica/Sporting Lissabon 1 8. Joachim Löw, Þýskaland 1 8. Jose Mourinho, Chelsea 1 8. Luis Felipe Scolari, Guangzhou Evergrande 1 8. Uli Stielike, Suður-Kórea 1 8. Unai Emery, Sevilla 1 8. Hein Vanhaezebrouck, Gent 1Lið ársins 2015 að mati World Soccer 1. Barcelona 82 atkvæði 2. Síle 9 3. Bayern München 34. Ísland 2 5. Þýskaland 1 5. Tyrkland 1Besti leikmaður ársins 2015 að mati World Soccer (topp 20, sjá allan listann): 1. Lionel Messi, Barcelona & Argentína 927 atkvæði 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid & Portúgal 702 3. Neymar, Barcelona & Brasilía 675 4. Luis Suarez, Barcelona & Úrúgvæ 582 5. Robert Lewandowski, Bayern München & Pólland 450 6. Thomas Muller, Bayern München & Þýskaland 240 7. Andres Iniesta, Barcelona & Spánn 222 8. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain & Svíþjóð 196 9. Paul Pogba, Juventus & Frakkland 137 10. Manuel Neuer, Bayern München & Þýskaland 131 11. Alexis Sanchez, Arsenal & Síle 123 12. Eden Hazard, Chelsea & Belgía 102 13. Sergio Aguero, Manchester City & Argentína 98 14. Kevin De Bruyne, Wolfsburg/Manchester City & Belgía 78 15. Arturo Vidal, Juventus/Bayern München & Síle 73 16. Gianluigi Buffon, Juventus & Ítalía 72 17. Carlos Tevez, Juventus/Boca Juniors & Argentína 43 18. Yaya Toure, Manchester City & Fílabeinsströndin 39 19. Gareth Bale, Real Madrid & Wales 36 19. Ivan Rakitic, Barcelona & Króatía 36
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20 Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20
Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08
Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02