Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 15:10 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. Vísir/Stefán Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn þarf að gera upp við sig hvort hann vilji gera breytingar á stjórnarskránni eða ekki og klára vinnu stjórnarskrárnefndar. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í morgun. Árni Páll vill klára stjórnarskrárbreytingar fyrir næsta vetur.Vísir/GVASigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til svara en hann sagði að ekki væri nóg að fulltrúar minnihlutans sætu og biðu eftir meirihlutanum. Sagði hann að nálgast þyrfti málið úr báðum áttum en ekki bara bíða eftir tilkynningu fulltrúa meirihlutans um hvað þeir vildu gera. Hlýtur að vera samvinna „Ég held að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarinnar bjóði,“ sagði Sigmundur Davíð í umræðunum. „Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla, niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar, breytingar sem við höfum tækifæri til þess að gera núna,“ sagði hann og bætti við að það væri ekki hvað síst af því að Árni Páll hafi beitt sér fyrir því við lok síðasta kjörtímabils að halda þessum möguleika opnum.Páll Þórhallsson er formaður stjórnarskrárnefndar.Vísir/AntonVísir hefur fjallað um vinnu stjórnarskrárnefndarinnar síðustu daga en þar hefur komið fram að fulltrúar stjórnarandstöðunnar bíði nú eftir að fulltrúar stjórnarinnar komi fram með fastmótaðar tillögur um stjórnarskrárbreytingarnar. Enn sé deilt um heimild til kjósenda um að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur.Vill klára vinnuna Árni Páll kallaði eftir því að vinnan í stjórnarskrárnefnd kláraðist sem fyrst svo að hægt væri að taka umræðu um það í þinginu og setja breytingarnar í dóm kjósenda áður en þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi næsta vetur. „Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri og þess vegna eru bara fáeinar vikur sem að þingið hefur til að vinna málið héðan í frá,“ sagði hann.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira