Sakho hefur ekki getað spilað með liði sínu að undanförnu vegna meiðsla en aðeins tvær vikur eru síðan að kappinn birti myndir af nýrri glæsibifreið sinni á Twitter-síðunni sinni.
Kona að nafni Sophie Engtrom birti myndir af klesstri bifreið Sakho á Twitter-síðunni sinni en þær má sjá hér fyrir neðan. Sakho staðfesti svo að hann hafi lent í árekstri og sloppið ómeiddur.

Thank you for the messages. Was involved in a small car accident this evening. Thankfully no one was hurt.
— Diafra Sakho (@iamdiafrasakho) January 18, 2016