Minnsti bróðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2016 07:00 Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Engar samræmdar vinnu- eða verklagsreglur eru til hjá lögreglunni þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fréttablaðið greindi frá þessu á laugardag en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra sem svarað var fyrir helgi. Svo mikið verk þarf að vinna áður en hægt er að halda því fram að öryggi og réttarvernd fatlaðs fólks sé tryggt að formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar telur að þörf sé á sérstakri neyðaráætlun til úrbóta. Þroskahjálp samþykkti sérstaka áætlun um vernd fatlaðs fólks gegn misnotkun og ofbeldi á landsþingi sínu í október. Þar voru lögreglu- og dómsmálayfirvöld sérstaklega hvött til að setja sér skýrar verklagsreglur um hvernig bæta megi réttarvernd fatlaðs fólks. Eitt lögregluembætti hefur sett sér sínar eigin reglur við rannsókn kynferðisbrota þar sem brotaþoli er með þroskahömlun. Það er lögreglustjórinn á Suðurlandi sem gerði það að eigin frumkvæði. „Svarið við fyrirspurn minni vekur kannski fyrst og fremst spurningar um það hvort þekking þeirra sem rannsaka og dæma í málum er varða ofbeldi gegn fötluðu fólki sé nægjanlega góð,“ sagði Steinunn í samtali við Fréttablaðið. Róbert R. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun árs þar sem hann ræddi meðal annars um þörf á endurmenntun dómara. Hann sagði dómarastarfið sérfræðistarf og dómara þurfa að kunna lögin. Lögin hins vegar taki sífelldum breytingum og oft séu nýjar réttarreglur undir áhrifum af breyttum samfélagsviðhorfum og kenningum. Ofbeldi sem beinist gegn fötluðu fólki er þekkt og viðurkennt vandamál um allan heim. Fólk sem er fatlað er eins mismunandi og við hin og glímir við mismikla fötlun. Það er hins vegar þekkt að þeir sem beita ofbeldi velja oft að ráðast gegn þeim sem ekki fá borið hönd fyrir höfuð sér og þar eru fatlaðir í meiri hættu en aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 leggur mikla áherslu á skyldur ríkja til að verja fatlað fólk fyrir ofbeldi. Íslenska ríkið skrifaði undir þennan samning og vinnur nú að fullgildingu hans sem þýðir að tryggja verður að öll lög og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði sem hann mælir fyrir um. Í samningnum er lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld tryggi fötluðu fólki aðgang að réttarkerfinu og vernd réttarkerfisins til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess. Ljóst er á dæmum sem liggja fyrir að fatlaðir, og þá sérstaklega fatlaðar konur, hafa ekki sama aðgang að réttarkerfinu og aðrir. Og það má óttast að þeir sem ekki hafa stigið fram og sagt sögur sínar í fjölmiðlum séu hið minnsta fyrir hendi og líklega margir. Þörfin á samræmdum reglum um ofbeldismál gegn fötluðum er mikil og jafn mikil er þörfin á menntun þeirra sem með slík mál fara. Hinn hátt í áratugar gamli samningur Sameinuðu þjóðanna sem enn hefur ekki verið fullgiltur öskrar á stjórnvöld að muna eftir sér. Alþingi kemur einmitt saman í dag. Vert væri að huga að þessu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun