Umfjöllun: S.A. furstadæmin - Ísland 2-1 | Dapurt í Dúbaí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2016 16:30 Viðar Örn Kjartansson kom Íslandi yfir með sínu fyrsta landsliðsmarki. Vísir/Getty Ísland beið lægri hlut, 2-1, fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttulandsleik í Dúbaí í dag. Þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni en á miðvikudaginn vann íslenska liðið 1-0 sigur á Finnlandi í Abú Dabí. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn í dag vel og komust yfir á 14. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. En Íslandi mistókst að fylgja þessari góðu byrjun eftir og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Eins og áður sagði byrjaði íslenska liðið leikinn vel og strax á 3. mínútu skallaði Viðar Örn boltann í slána eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Hinn bakvörðurinn, Andrés Már Jóhannesson, lét svo að sér kveða 11 mínútum síðar þegar hann gaf boltann á Elías Má Ómarsson, fékk hann aftur og átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Viðari sem skallaði boltann framhjá Majed Nader í marki heimamanna. Vel gert hjá Andrési og Viðari en sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta A-landsleik í dag. Íslensku strákunum tókst engan veginn að fylgja markinu eftir og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Omar Abdulrahman stjórnaði umferðinni á miðjunni og smám saman fór íslenska vörnin að opnast. Ali Mabkhout komst einn í gegn en skaut framhjá, Amer Abdulrahman skallaði beint á Ingvar Jónsson úr upplögðu færi og svo átti Ahmed Khalil þrumuskot í slá íslenska marksins beint úr aukaspyrnu. Allt þetta gerðist á fjögurra mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Á 25. mínútu bar pressa Furstadæmanna loks árangur þegar Ismail Al Hammadi slapp einn í gegnum illa skipulagða vörn Íslands eftir frábæra sendingu Omars Abdulrahman. Al Hammandi tók vel á móti boltanum, fór framhjá Ingvari og skoraði í autt markið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir jöfnunarmarkið en heimamenn voru áfram sterkari aðilinn og voru með öll völd á miðjunni þar sem þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Pálsson áttu erfitt uppdráttar. Heimamenn fengu gott tækifæri til að ná forystunni á 33. mínútu en Khalil skallaði framhjá úr upplögðu færi eftir flotta sókn Furstadæmanna. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja en íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og strax á 2. mínútu seinni hálfleiks fékk Elías Már dauðafæri eftir góðan undirbúnings Eiðs Smára Guðjohnsen en Keflvíkingurinn ungi skaut framhjá. Íslenska liðinu hefndist fyrir þetta því á 49. mínútu kom Mabkhout Furstadæmunum yfir með góðu skoti á lofti eftir aukaspyrnu Omars Abdulrahmans og misheppnaða hreinsun Kristins. Þetta var 34. mark Mabkhout í aðeins 44 landsleikjum en þessi hættulegi framherji spilaði vel í dag og gerði íslensku vörninni lífið leitt. Eftir markið léku heimamenn sama leik og í fyrri hálfleik, héldu boltanum vel og stjórnuðu leiknum algjörlega. Á meðan gekk íslenska liðinu illa að halda boltanum og tapaði honum alltof fljótt. Heimamenn sköpuðu sér ekki mörg færi í seinni hálfleik en voru samt líklegri til að skora en Ísland. Besta færið fékk áðurnefndur Mabkhout sem slapp í gegnum íslensku vörnina á 70. mínútu en Ingvar varði vel. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gerðu sex skiptingar í seinni hálfleik en þær breyttu litlu. Heimamenn voru áfram með yfirhöndina og íslenska liðið var ekki líklegt til að jafna metin. Fleiri urðu mörkin ekki og Furstadæmin fögnuðu sanngjörnum sigri, þeim fyrsta á Íslandi í þriðju tilraun. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Ísland beið lægri hlut, 2-1, fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vináttulandsleik í Dúbaí í dag. Þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni en á miðvikudaginn vann íslenska liðið 1-0 sigur á Finnlandi í Abú Dabí. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn í dag vel og komust yfir á 14. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. En Íslandi mistókst að fylgja þessari góðu byrjun eftir og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur og unnu að lokum sanngjarnan sigur. Eins og áður sagði byrjaði íslenska liðið leikinn vel og strax á 3. mínútu skallaði Viðar Örn boltann í slána eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Hinn bakvörðurinn, Andrés Már Jóhannesson, lét svo að sér kveða 11 mínútum síðar þegar hann gaf boltann á Elías Má Ómarsson, fékk hann aftur og átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Viðari sem skallaði boltann framhjá Majed Nader í marki heimamanna. Vel gert hjá Andrési og Viðari en sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta A-landsleik í dag. Íslensku strákunum tókst engan veginn að fylgja markinu eftir og heimamenn tóku öll völd á vellinum. Omar Abdulrahman stjórnaði umferðinni á miðjunni og smám saman fór íslenska vörnin að opnast. Ali Mabkhout komst einn í gegn en skaut framhjá, Amer Abdulrahman skallaði beint á Ingvar Jónsson úr upplögðu færi og svo átti Ahmed Khalil þrumuskot í slá íslenska marksins beint úr aukaspyrnu. Allt þetta gerðist á fjögurra mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Á 25. mínútu bar pressa Furstadæmanna loks árangur þegar Ismail Al Hammadi slapp einn í gegnum illa skipulagða vörn Íslands eftir frábæra sendingu Omars Abdulrahman. Al Hammandi tók vel á móti boltanum, fór framhjá Ingvari og skoraði í autt markið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir jöfnunarmarkið en heimamenn voru áfram sterkari aðilinn og voru með öll völd á miðjunni þar sem þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Emil Pálsson áttu erfitt uppdráttar. Heimamenn fengu gott tækifæri til að ná forystunni á 33. mínútu en Khalil skallaði framhjá úr upplögðu færi eftir flotta sókn Furstadæmanna. Staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja en íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og strax á 2. mínútu seinni hálfleiks fékk Elías Már dauðafæri eftir góðan undirbúnings Eiðs Smára Guðjohnsen en Keflvíkingurinn ungi skaut framhjá. Íslenska liðinu hefndist fyrir þetta því á 49. mínútu kom Mabkhout Furstadæmunum yfir með góðu skoti á lofti eftir aukaspyrnu Omars Abdulrahmans og misheppnaða hreinsun Kristins. Þetta var 34. mark Mabkhout í aðeins 44 landsleikjum en þessi hættulegi framherji spilaði vel í dag og gerði íslensku vörninni lífið leitt. Eftir markið léku heimamenn sama leik og í fyrri hálfleik, héldu boltanum vel og stjórnuðu leiknum algjörlega. Á meðan gekk íslenska liðinu illa að halda boltanum og tapaði honum alltof fljótt. Heimamenn sköpuðu sér ekki mörg færi í seinni hálfleik en voru samt líklegri til að skora en Ísland. Besta færið fékk áðurnefndur Mabkhout sem slapp í gegnum íslensku vörnina á 70. mínútu en Ingvar varði vel. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson gerðu sex skiptingar í seinni hálfleik en þær breyttu litlu. Heimamenn voru áfram með yfirhöndina og íslenska liðið var ekki líklegt til að jafna metin. Fleiri urðu mörkin ekki og Furstadæmin fögnuðu sanngjörnum sigri, þeim fyrsta á Íslandi í þriðju tilraun.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn