Sigríður Björk: Tími kominn á ytra eftirlit með lögreglunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. janúar 2016 19:37 „Ég tel að það sé tímabært að hafa ytra eftirlit með lögreglunni og við höfum lýst yfir vilja til að koma því á,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Sigríður var í viðtali hjá Andra Ólafssyni í Íslandi í dag í kvöld. Spillingarmál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til umfjöllunar í þættinum en fjallað hefur verið ítarlega um þau á Vísi. Málin virðast vera ótengd. Annað þeirra kom upp mjög skyndilega en hitt virðist hafa staðið yfir í um áratug. „Þetta eru auðvitað grafalvarleg mál og við tökum þeim sem slíkum. Fréttirnar hafa verið gífurlegt áfall fyrir samstarfsfólk mannanna og stjórnendur en það er rétt að halda því til að haga að þau eru enn í rannsókn og dómur hefur enn ekki fallið í þeim,“ segir Sigríður. Í öðru málinu var lögreglumaður hnepptur í gæsluvarðhald eftir að hann heyrðist í hleruðu símtali ræða við mann úr undirheimunum. Þar virðast honum hafa verið boðið fé í skiptum fyrir upplýsingar. Það mál kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti og var starfsfólki fíkniefnadeildarinnar boðið upp á áfallahjálp eftir að það komst upp. „Fólki var mjög brugðið. Við byggðum upp samtal við sérfræðing og einhverjir sóttu sér aðstoð hjá honum. Starfsmenn lögreglunnar eru hins vegar vanir erfiðum málum og oftar en ekki er stuðningurinn frá samstarfsfélögum sá besti.“ Hitt málið virðist hafa verið í ferli í lengri tíma en það snýr að ásökunum gegn lögreglufulltrúa sem hefur verið ítrekað færður til í starfi eftir að málið komst í hámæli. Þrátt fyrir fjölda ábendinga, bæði innan veggja lögreglunnar og af götunni, virðist ekki útlit fyrir að málið hafi verið rannsakað fyrr en nú. „Ég get aðeins svarað fyrir meðferð málanna eftir að ég tók við sem lögreglustjóri. Spurningum um hvernig þetta var áður verður að vísa til ríkissaksóknara eða fólk sem starfaði hér á þeim tíma,“ segir Sigríður aðspurð um málið en hún tók við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins um mitt ár 2014. „Ég vona að þessi mál verði ekki til þess að við töpum miklu trausti. Við erum að vinna í því að uppræta þessi mál og höfum nú þegar gert ýmsar ráðstafanir. Það er verið að breyta skipulagi deilda skipulagðra brota og fjármunabrota. Sú vinna hefur gengið vel. Við viljum styrkja rannsóknir mála tengdu mansali, vændi, rána, innbrota og annarra skipulagðra brotamála. Vinna okkar nú miðar að því,“ segir Sigríður. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Ómar Smári Ármannsson vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar og telur umfjöllun þeirra litast af minnimáttarkennd gagnvart lögreglunni. 8. janúar 2016 10:55 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Ég tel að það sé tímabært að hafa ytra eftirlit með lögreglunni og við höfum lýst yfir vilja til að koma því á,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Sigríður var í viðtali hjá Andra Ólafssyni í Íslandi í dag í kvöld. Spillingarmál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til umfjöllunar í þættinum en fjallað hefur verið ítarlega um þau á Vísi. Málin virðast vera ótengd. Annað þeirra kom upp mjög skyndilega en hitt virðist hafa staðið yfir í um áratug. „Þetta eru auðvitað grafalvarleg mál og við tökum þeim sem slíkum. Fréttirnar hafa verið gífurlegt áfall fyrir samstarfsfólk mannanna og stjórnendur en það er rétt að halda því til að haga að þau eru enn í rannsókn og dómur hefur enn ekki fallið í þeim,“ segir Sigríður. Í öðru málinu var lögreglumaður hnepptur í gæsluvarðhald eftir að hann heyrðist í hleruðu símtali ræða við mann úr undirheimunum. Þar virðast honum hafa verið boðið fé í skiptum fyrir upplýsingar. Það mál kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti og var starfsfólki fíkniefnadeildarinnar boðið upp á áfallahjálp eftir að það komst upp. „Fólki var mjög brugðið. Við byggðum upp samtal við sérfræðing og einhverjir sóttu sér aðstoð hjá honum. Starfsmenn lögreglunnar eru hins vegar vanir erfiðum málum og oftar en ekki er stuðningurinn frá samstarfsfélögum sá besti.“ Hitt málið virðist hafa verið í ferli í lengri tíma en það snýr að ásökunum gegn lögreglufulltrúa sem hefur verið ítrekað færður til í starfi eftir að málið komst í hámæli. Þrátt fyrir fjölda ábendinga, bæði innan veggja lögreglunnar og af götunni, virðist ekki útlit fyrir að málið hafi verið rannsakað fyrr en nú. „Ég get aðeins svarað fyrir meðferð málanna eftir að ég tók við sem lögreglustjóri. Spurningum um hvernig þetta var áður verður að vísa til ríkissaksóknara eða fólk sem starfaði hér á þeim tíma,“ segir Sigríður aðspurð um málið en hún tók við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins um mitt ár 2014. „Ég vona að þessi mál verði ekki til þess að við töpum miklu trausti. Við erum að vinna í því að uppræta þessi mál og höfum nú þegar gert ýmsar ráðstafanir. Það er verið að breyta skipulagi deilda skipulagðra brota og fjármunabrota. Sú vinna hefur gengið vel. Við viljum styrkja rannsóknir mála tengdu mansali, vændi, rána, innbrota og annarra skipulagðra brotamála. Vinna okkar nú miðar að því,“ segir Sigríður.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Ómar Smári Ármannsson vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar og telur umfjöllun þeirra litast af minnimáttarkennd gagnvart lögreglunni. 8. janúar 2016 10:55 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Ómar Smári Ármannsson vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar og telur umfjöllun þeirra litast af minnimáttarkennd gagnvart lögreglunni. 8. janúar 2016 10:55
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18
Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15