Styttan hans Ronaldo merkt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2016 23:45 Cristiano Ronaldo fyrir framan styttuna sína með allri fjölskylduna. Vísir/EPA Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football. Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014. Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo. Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims. Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö. Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar. Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro. Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Asin vandalizaron estatua de @Cristiano en su Madeira natal. Cc @cristobalsoria @ElChirincirco @HoyEnDeportes4 pic.twitter.com/7RntCUciO4— Prakash Gurnani ® (@prakashmgurnani) January 12, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football. Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014. Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo. Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims. Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö. Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar. Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro. Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Asin vandalizaron estatua de @Cristiano en su Madeira natal. Cc @cristobalsoria @ElChirincirco @HoyEnDeportes4 pic.twitter.com/7RntCUciO4— Prakash Gurnani ® (@prakashmgurnani) January 12, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira