Verjum norræna velferð! Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna skrifar 14. janúar 2016 07:00 Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru ávallt efst í alþjóðlegum mælingum um heimsins besta svæði til að búa á. Það kemur ekki á óvart. Við búum við mestu lífsgæðin og velferðarkerfi sem skapar tækifæri til menntunar, hagsældar og frelsis fyrir alla. Við höfum hátt atvinnustig, erum komin langt með að auka jafnrétti kynjanna, atvinnumarkaður okkar er nútímalegur og við erum í fararbroddi í tæknilegri þróun. Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: „gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns“. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk. Rétt eins og þegar hnattvæðingin hófst fyrir 25 árum síðan, halda hægrimenn í dag því fram að ekki sé lengur mögulegt að viðhalda mikilli velferð og þess í stað verðum við að leggja áherslu á að lækka laun og einfalda störf. Þá stóðu Norðurlöndin frammi fyrir mikill áskorun, þegar alþjóðlega efnahagskerfið breyttist, með afreglun markaðarins og gríðarlegri aukningu á ódýru vinnuafli í Kína, Indlandi og gömlu austurblokkinni.Norræna módelið sýndi styrk sinn En norræna módelið sýndi styrk sinn. Með fjárfestingu í menntun, samkeppni og sameiginlegum kröftum tókst Norðurlöndunum betur en nokkru öðru svæði að mæta hröðum og stórum samfélagsbreytingum. Við völdum leið aukinnar færni í stað lágra launa. Það sama á við í dag. Ef við gefum eftir og lækkum laun, fjölgum tímabundnum störfum og drögum úr velferð, þá munu Norðurlöndin breytast í ríki þar sem lífsgæði tapast hratt. Þar sem fáir fá mikið og þar sem margir verða fastir í láglaunastörfum og ríkin okkar tapa framleiðni, aðlögunarhæfni og samkeppnishæfni. Alþjóðahagfræðingar hafa undrast hversu vel norrænu ríkin hafa tekist á við hnattvæðinguna. Árið 2012 hóf SAMAK, samtök norrænna jafnaðarflokka og verkalýðshreyfingar, vinnu við að athuga hvernig norræna módelið getur best mætt áskorunum framtíðar. NordMod2030-verkefnið sýnir fram á að ábyrg efnahagspólitík, kerfi almannatrygginga sem tryggir víðtæk réttindi og vel skipulagt atvinnulíf eru þrjár grunnstoðir norræna módelsins. Við verðum að verja og þróa þessar stoðir, ekki að grafa undan þeim. Það á ekki síst við á tímum hraðra breytinga og stórra áfalla. Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum. Þörfin fyrir grundvallarafstöðu verkalýðshreyfingarinnar um frelsi, jafnrétti, samstöðu og vinnusemi hefur ekki verið mikilvægari í langan tíma.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarStefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksinsJonas Gahr Støre, formaður norska verkamannaflokksinsMette Fredriksen, formaður danska jafnaðarmannaflokksinsAntti Rinne, formaður finnska jafnaðarmannaflokksinsGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍKarl-Petter Thorwaldsson, formaður LO – verkalýðshreyfingarinnar í SvíþjóðGerd Kristiansen, formaður LO, norsku launþegasamtakannaLizette Risgaard, formaður LO, dönsku launþegahreyfingarinnarMatti Tukiainen, formaður SAK í Finnlandi
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun