Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 96-54 | Auðvelt hjá toppliðinu Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 13. janúar 2016 21:15 Haukar rúlluðu yfir Stjörnuna, 96-54, í 13. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var 12. sigur Haukakvenna í 13 leikjum í vetur en liðið er enn með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Stjarnan er hins vegar enn í 6. sætinu með sín sex stig.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur héldu í við Hauka framan af leik. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-22 og eftir 13 mínútna leik var munurinn aðeins fimm stig, 31-26, eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði sína þriðju körfu. Það reyndust hins vegar síðustu stig Stjörnunnar í tæpar sjö mínútur. Á meðan gáfu Haukar í og náðu 16-0 áhlaupi sem fór langt með að ganga frá leiknum. Helena Sverrisdóttir var í miklu stuði hjá Haukum og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Annars var liðsheild Hafnfirðinga sterk en tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var fínn í 1. leikhluta (fyrir utan átta tapaða bolta) en hann var skelfilegur í 2. leikhluta þar sem Garðbæingar skoruðu aðeins sex stig gegn 19 stigum Hauka. Stjörnukonur áttu í stórkostlegum vandræðum í sóknarleiknum og hættu að horfa á körfuna eftir því sem leið á 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-28 og seinni hálfleikurinn því nánast formsatriði. Haukar voru áfram miklu sterkari aðilinn og juku muninn jafnt og þétt. Stjarnan var í stökustu vandræðum í sóknarleiknum en flestar sóknir liðsins enduðu á töpuðum bolta. Gestirnir gáfust hreinlega upp um miðbik 3. leikhluta og Haukar skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-36 en Haukar unnu 3. leikhlutann 31-8. Á endanum munaði svo 42 stigum á liðunum. Lokatölur 96-54, Haukum í vil. Helena var atkvæðamest i liði Hauka og var hársbreidd frá því að ná fernu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði alls 24 stig, tók níu fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum átta sinnum. Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom næst með 21 stig og þá átti Sólrún Inga Gísladóttir flottan leik og skoraði 16 stig. Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig en hún tapaði einnig 10 boltum. Alls var Stjörnuliðið með 34 tapaða bolta í leiknum sem er alltof mikið.Helena: Sunnudagurinn var erfiður Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var að vonum brött eftir 42 stiga sigur liðsins, 96-54, á Stjörnunni í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en Helena segir að það skýrist að hluta til af þeirri staðreynd að Stjarnan er ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða á þessari stundu. "Við vissum að þær væru Kanalausar og það er alltaf erfitt fyrir lið. Við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum. Það var erfiður dagur á sunnudaginn og því gott að fá sigur," sagði Helena og vísaði til tapsins fyrir Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Leikurinn í kvöld var jafn til að byrja með en Haukar gerðu í raun út um leikinn með 16-0 kafla í 2. leikhluta. "Við byrjuðum að spila vörn. Mér fannst við ekki gera það í byrjun leiks, við misstum þær framhjá okkur og þær gerðu auðveldar körfur. Við lokuðum vörninni og þá fylgir sóknin alltaf með," sagði Helena sem var ánægð með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Haukum en 10 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Chelsie Schweers lék sinn annan leik með Haukum í kvöld en hún kom til liðsins frá Stjörnunni í síðustu viku. Helena kveðst ánægð með nýjasta liðsmanninnn. "Hún hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og verið mjög jákvæð. Hún kom bara á sunnudagsmorguninn. Við erum að spila sókn sem tekur smá tíma að læra en hún hefur komið vel inn í þetta og fellur vel inn í hópinn," sagði Helena að endingu.Baldur: Höfðum ekki trú á því að við gætum komið til baka Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega óhress eftir 42 stiga tap sinna stelpna, 96-54, fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði að lokatölurnar endurspegluðu muninn á þessum liðum eins og staðan er í dag. "Já, ég myndi segja það, hreint út sagt. Við byrjuðum þetta þokkalega vel en svo dró smám saman í sundur með liðunum og þá kom uppgjöf í okkar lið," sagði Baldur. "Við grófum okkur ofan í ansi djúpa gröf og vorum að rembast við að grafa okkur upp úr henni. Við höfum ekki trú á því að við gætum komið til baka og hættum að gera það sem við gerðum vel í byrjun leiks. "Haukar brugðust vel við þessu og ýttu okkur út úr því sem við vildum gera," sagði Baldur. Stjarnan tapaði 34 boltum í leiknum en fjölmörgum sóknum lauk því ekki með skoti á körfuna. Baldur sagði það eðlilega hafa skipt sköpum. "Það skipti öllu máli. Það segir sig sjálft að við skorum ekki ef skjótum ekki á körfuna," sagði þjálfarinn sem sér fram á bjartari tíma þrátt fyrir stórtap í kvöld. "Við fáum inn tvo nýja leikmenn, sennilega eftir helgi. Einn bandarískan og svo leikstjórnandann Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Þannig að ég er bara bjartsýnn, þrátt fyrir allt," sagði Baldur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Baldur Ingi Jónasson.Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirDýrfinna Arnardóttir, leikmaður Hauka, í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir Stjörnuna, 96-54, í 13. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var 12. sigur Haukakvenna í 13 leikjum í vetur en liðið er enn með tveggja stiga forystu á Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Stjarnan er hins vegar enn í 6. sætinu með sín sex stig.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjörnukonur héldu í við Hauka framan af leik. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-22 og eftir 13 mínútna leik var munurinn aðeins fimm stig, 31-26, eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði sína þriðju körfu. Það reyndust hins vegar síðustu stig Stjörnunnar í tæpar sjö mínútur. Á meðan gáfu Haukar í og náðu 16-0 áhlaupi sem fór langt með að ganga frá leiknum. Helena Sverrisdóttir var í miklu stuði hjá Haukum og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Annars var liðsheild Hafnfirðinga sterk en tíu leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Sóknarleikur Stjörnunnar var fínn í 1. leikhluta (fyrir utan átta tapaða bolta) en hann var skelfilegur í 2. leikhluta þar sem Garðbæingar skoruðu aðeins sex stig gegn 19 stigum Hauka. Stjörnukonur áttu í stórkostlegum vandræðum í sóknarleiknum og hættu að horfa á körfuna eftir því sem leið á 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-28 og seinni hálfleikurinn því nánast formsatriði. Haukar voru áfram miklu sterkari aðilinn og juku muninn jafnt og þétt. Stjarnan var í stökustu vandræðum í sóknarleiknum en flestar sóknir liðsins enduðu á töpuðum bolta. Gestirnir gáfust hreinlega upp um miðbik 3. leikhluta og Haukar skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 78-36 en Haukar unnu 3. leikhlutann 31-8. Á endanum munaði svo 42 stigum á liðunum. Lokatölur 96-54, Haukum í vil. Helena var atkvæðamest i liði Hauka og var hársbreidd frá því að ná fernu. Landsliðsfyrirliðinn skoraði alls 24 stig, tók níu fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum átta sinnum. Chelsie Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom næst með 21 stig og þá átti Sólrún Inga Gísladóttir flottan leik og skoraði 16 stig. Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir stigahæst með 21 stig en hún tapaði einnig 10 boltum. Alls var Stjörnuliðið með 34 tapaða bolta í leiknum sem er alltof mikið.Helena: Sunnudagurinn var erfiður Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, var að vonum brött eftir 42 stiga sigur liðsins, 96-54, á Stjörnunni í kvöld. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Hauka miklir en Helena segir að það skýrist að hluta til af þeirri staðreynd að Stjarnan er ekki með bandarískan leikmann innan sinna raða á þessari stundu. "Við vissum að þær væru Kanalausar og það er alltaf erfitt fyrir lið. Við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum. Það var erfiður dagur á sunnudaginn og því gott að fá sigur," sagði Helena og vísaði til tapsins fyrir Grindavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn var. Leikurinn í kvöld var jafn til að byrja með en Haukar gerðu í raun út um leikinn með 16-0 kafla í 2. leikhluta. "Við byrjuðum að spila vörn. Mér fannst við ekki gera það í byrjun leiks, við misstum þær framhjá okkur og þær gerðu auðveldar körfur. Við lokuðum vörninni og þá fylgir sóknin alltaf með," sagði Helena sem var ánægð með hversu vel stigaskorið dreifðist hjá Haukum en 10 leikmenn liðsins skoruðu í leiknum. Chelsie Schweers lék sinn annan leik með Haukum í kvöld en hún kom til liðsins frá Stjörnunni í síðustu viku. Helena kveðst ánægð með nýjasta liðsmanninnn. "Hún hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og verið mjög jákvæð. Hún kom bara á sunnudagsmorguninn. Við erum að spila sókn sem tekur smá tíma að læra en hún hefur komið vel inn í þetta og fellur vel inn í hópinn," sagði Helena að endingu.Baldur: Höfðum ekki trú á því að við gætum komið til baka Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega óhress eftir 42 stiga tap sinna stelpna, 96-54, fyrir Haukum í kvöld. Hann sagði að lokatölurnar endurspegluðu muninn á þessum liðum eins og staðan er í dag. "Já, ég myndi segja það, hreint út sagt. Við byrjuðum þetta þokkalega vel en svo dró smám saman í sundur með liðunum og þá kom uppgjöf í okkar lið," sagði Baldur. "Við grófum okkur ofan í ansi djúpa gröf og vorum að rembast við að grafa okkur upp úr henni. Við höfum ekki trú á því að við gætum komið til baka og hættum að gera það sem við gerðum vel í byrjun leiks. "Haukar brugðust vel við þessu og ýttu okkur út úr því sem við vildum gera," sagði Baldur. Stjarnan tapaði 34 boltum í leiknum en fjölmörgum sóknum lauk því ekki með skoti á körfuna. Baldur sagði það eðlilega hafa skipt sköpum. "Það skipti öllu máli. Það segir sig sjálft að við skorum ekki ef skjótum ekki á körfuna," sagði þjálfarinn sem sér fram á bjartari tíma þrátt fyrir stórtap í kvöld. "Við fáum inn tvo nýja leikmenn, sennilega eftir helgi. Einn bandarískan og svo leikstjórnandann Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Þannig að ég er bara bjartsýnn, þrátt fyrir allt," sagði Baldur að lokum.Tweets by @Visirkarfa1 Baldur Ingi Jónasson.Vísir/ErnirHelena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirDýrfinna Arnardóttir, leikmaður Hauka, í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti