Sjálfskaparvíti Kínverja Lars Christensen skrifar 13. janúar 2016 10:00 Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun