Sjálfskaparvíti Kínverja Lars Christensen skrifar 13. janúar 2016 10:00 Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun