

Um skipulag miðborgar
En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.
Miðborgin er hjartað
Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.
Niður sögunnar
Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum.
Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.
Að byggja nýtt í miðborg
Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða.
Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.
Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall
Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.
Áræði gagnvart hefð
Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.
Eru skipulagsmál leiðinlegt þref?
Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta.
Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun.
Skoðun

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar