Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 52-61 | Þægilegt hjá toppliðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2016 17:45 Mynd/Vísir Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti