Hugsum um góðæri Magnús Guðmundsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Magnús Guðmundsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári seldi Landsbankinn, sem er þrátt fyrir allt enn í eigu þjóðarinnar, ríflega þrjátíu prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun án þess að gera það í opnu ferli. Aðeins var rætt við einn kaupendahóp og salan fór fram á bak við luktar dyr á 2,2 milljarða. Það eru miklir peningar. En nú hefur komið í ljós að þetta voru alltof litlir peningar. Bankinn hefði átt að fá miklu meira fyrir sína eign og þar með varð eigandi bankans, enn þá almenningur ári síðar, af gríðarlegum fjárhæðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk svo langt að kalla þessi viðskipti „augljóst klúður“ og það er svo sannarlega óhætt að taka undir það. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur ekki eins djúpt í árinni enda í afleitri stöðu til þess að tjá sig um málið þar sem á meðal kaupenda að Borgun voru honum náskyldir aðilar. Það þýðir ekki að ástæða sé til þess að saka Bjarna um aðkomu að málinu en það sýnir okkur öllum, og þá ekki síst Bjarna sem auðvitað vill ekki að almenningur haldi eitthvað misjafnt um sig, að slík viðskipti verða alltaf að fara fram í opnu og gagnsæju ferli. Á meðal þeirra sem hafa vakið máls á mikilvægi þess að sala eigna fari fram með gagnsæjum hætti er Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Annað sem kom fram í máli Ásgeirs Brynjars í viðtali í Speglinum á RÚV í gærkvöldi er ekki síður mikilvægt. En það er hvernig við sem samfélag ætlum að líta á banka og hvernig við viljum að bankastarfsemi þróist á komandi árum. Ásgeir Brynjar hefur reyndar áður bent á að þróunin í kjölfar bankahrunsins hér á landi virðist ekki vera með sama hætti og víða annars staðar í heiminum. Eftir hrun hefur þróunin víða verið sú hjá ríkisvaldinu að herða regluverkið og ekki síður að breyta viðhorfinu til eðlis bankastarfsemi. Að hætta að líta á banka sem ofurgróðafyrirtæki og líta frekar á þá sem eðlilegar fjármálaveitur fyrir bæði almenning sem og fyrirtæki sem skila þá eigendum skynsamlegum arði og ávöxtun fremur en ofurgróða. En á Íslandi hefur lítið breyst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til þess ofurgróða sem bankarnir virðast vera að skila eigendum sínum og ef rifjuð eru upp ummæli bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar í fréttaþættinum Eyjunni á Stöð 2 að hér ríki „blússandi góðæri“ þó svo það hafi nú komið flatt upp á almenning. Þetta blússandi góðæri er kannski að finna í efnahagsreikningum bankanna og þá fylgja kannski bónusgreiðslur bankastjórnenda með. En það er ekki blússandi góðæri í íslensku samfélagi á meðal íslensks almennings sem á þó bankann sem Steinþór er að vinna fyrir. Borgunarmálið verður rannsakað og það verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn. En við megum ekki láta þar staðar numið heldur þurfa íslensk stjórnvöld nú að láta þetta augljósa klúður sér að kenningu verða og endurhugsa fyrirkomulag bankaviðskipta á Íslandi. Þar þarf hver hugsun að miða að því að tryggja hagsmuni almennings, fólksins í landinu sem stjórnvöld vinna fyrir, umfram góðæri fjármálafyrirtækja.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun