Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:32 Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Vegagerð Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun