NBA-deildin kom mörgum á óvart er hún tilkynnti að Sting myndi sjá um hálfleikssýninguna á Stjörnuleiknum í ár.
Venjulega hafa ungar poppstjörnur og rapparar haldið uppi stuðinu í hálfleik á þessum leikjum en nú kveður við annan og mýkri tón.
Þetta er í fyrsta skipti sem Stjörnuleikurinn fer fram utan Bandaríkjanna en hann verður spilaður í Toronto í Kanada.
Sting er ekki óvanur því að troða upp á stórum íþróttaviðburðum en hann kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2003 ásamt Shaniu Twain og og No Doubt. Spurning hvort einhver verði með honum í Kanada?
Annars mun Nelly Furtado syngja kanadíska þjóðsönginn fyrir leik á meðan Ne-Yo mun syngja þann bandaríska.
Leikurinn fer fram þann 14. febrúar næstkomandi.

