Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, hefur hafnað ásökunum um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi og glæpum gegn mannkyni. Réttarhöld yfir hófust í Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag í morgun.
Ákærur snúa að atburðum sem áttu sér stað í borgarastríðinu í landinu sem blossuðu upp eftir að Gbagbo beið lægri hlut í kosningum árið 2010. Neitaði hinn sjötugi Gbagbo að stíga til hliðar eftir að Alassane Ouattara hafði haft betur gegn honum.
Borgarastríðið stóð í rúma fimm mánuði þar sem um þrjú þúsund manns féllu. Gbagbo hélt kyrru fyrir í forsetahöllinni á meðan á borgarastríðinu stóð.
Í frétt BBC kemur fram að uppreisnarforinginn Charles Ble Goude sé einnig ákærður í málinu, en hann hefur sömuleiðis neitað sök.
Búist er við að réttarhöldin muni standa í þrjú eða fjögur ár.
