Fátt nýtt að frétta af skuldbindingum Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fólk um allan heim treystir stjórnvöldum til þess að taka á djúpstæðum vanda. nordicphotos/afp Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra. Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Settir verða ábyrgðarmenn yfir öll sextán verkefni sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum í janúar og einnig þegar útfærslu flestra eða allra verkefnanna verður lokið. Fjármögnun sóknaráætlunarinnar liggur fyrir. Hins vegar virðist framhaldið vera óljóst, sérstaklega hvað varðar skuldbindingar til framtíðar litið. Þetta má ráða af svari Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. Verkefnin sextán miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Í svarinu segir að verkefni í sóknaráætluninni fái flest fjárveitingu til eins til þriggja ára og að í mörgum verkefnanna séu fleiri fengnir að vinnu loftslagsverkefna en tíðkast hefur til þessa, og eru í þeim hópi fulltrúar sem tengjast atvinnulífinu. Sóknaráætlunin var sett fram í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember og er ætlað að sýna vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum og búa í haginn fyrir væntanlegar hertar kröfur um losun eftir 2020. Svandís spurði einnig hvernig vinnu við að útfæra losunarmarkmið Íslands gagnvart sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins verði háttað. Fær hún það svar að Ísland hefur, líkt og Noregur, lýst yfir vilja til að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um losun til 2030. ESB hafi tekið vel í þá málaleitan en ekki hefur verið rætt um hvernig málinu verður fram haldið. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum, þegar ríki taka til við að skipuleggja verkefni sem tengjast eftirfylgni Parísarsamkomulagsins,“ segir í svari ráðherra.
Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira