Eftir leikinn fór Dagur beint í viðtal við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzchmar í myndveri ARD-sjónvarpsstöðvarinnar og var haldið þar upp á sigurinn með kassa af bjór frá Einstök, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Dagur hefur verið duglegur að kynna leikmenn sína fyrir íslenskum drykkjar- og matvælum en í hann bauð sínum mönnum upp á Tommaborgara í æfingabúðunum í Berlín fyrir mótið.
„Mjög flott. Strákarnir verða hæstánægðir með þetta,“ sagði Dagur þegar hann þakkaði Kretzschmar fyrir gjöfina en viðtalið má sjá í heild sinni á heimasíðu ARD.