Ásakanir Bændasamtakanna smjörklípa til að fela búvörusamning Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 19:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir fullyrðingar Bændasamtakanna um að verslunin í landinu skili ekki lægra vöruverði til neytenda vera smjörklílpu. Bændasamtökin vilji dreifa umræðunni á sama tíma og verið sé að gera nýja búvörusamnnga sem muni tryggja bændum ríflega tvö hundruð milljaðra í stuðning á næsta áratug. Forystumenn Bændasamtakanna sögðu á fréttamannafundi í morgun að að verslunin í landinu hefði ekki skilað sterkara gengi, breytingum og vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti til neytenda. Bændasamtökin beina spjótum sínum sérstaklega að matvöruversluninni þar sem ríki fákeppni. „Við erum bara með þessu að taka þátt í þeirri umræðu sem svolítið hefur verið rekin af verslun um ýmsum hagsmunaaðilum um að það þurfi að breyta landbúnaðarkerfinu til að ná fram lækkun á verði á matvælum. Við erum bara að benda á ýmsa þætti sem hafa verið teknir saman af Samkeppniseftirliti, verðlagseftirliti ASÍ og fleirum og benda á að menn þurfi líka að horfa í eigin rann þegar þeir eru að ræða þessi mál,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir allar þessar fullyrðingar Bændasamtakanna hafa verið hraktar. „Ég held að þessi framsetning bændasamtakanna á þessum tímapunkti sé ekki tilviljun. Ég held hún sé dæmigerð smjörklípa. Það standa jú yfir viðræður við stjórnvöld um gerð nýs búvörusamnngs. Sem eftir því sem okkur sýnist mun kosta skattgreiðendur í þessu landi með beinum og óbeinum framlögum á tí ára tímabili, á bilinu 220 til 240 milljarða,“ segir Andrés. Annars vegar með um árlegum 13 milljarða beingreiðslum til bænda og hins vegar með níu til tíu milljarða tollavernd. Hvorki fulltrúum neytenda né öðrum hagsmunaaðilum hafi verið hleypt að samningaviðræðum stjórnvalda og Bændasamtakanna um nýjan búvörusamning og þær farið mjög leynt. „Nú er þetta komið í umræðuna hvað er inni í þessum samningi. Ég held að þeir seú einfaldlega að drepa málinu á dreif með því að varpa þessu fram akkúrat á þessum tímapunkti,“ segir Andrés. Bændasamtökin segja að stuðla verði að aukinni samkeppni í verslun til að tryggja hagsmuni neytenda og bænda. „Við viljum samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins og tölum fyrir því. En samkeppni verður líka að ná til framleiðslu á landbúnaðarvörum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira