Vill að Hæstiréttur nýti tækifærið og hvetji burðardýr til samvinnu með lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 10:18 Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Mynd af vef lögreglunnar Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra. Björgvin segir ljóst að Mirjam hafi verið samvinnuþýð frá því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið svikin af skipuleggjendum. 85 þúsund MDMA-töflur voru í tösku sem dóttir hennar flutti til landsins en Mirjam fullyrðir að aðeins hafi átt að vera fíkniefni í þeirri tösku sem hún hafði með í för. Þetta kom fram í málflutningi í Hæstarétti í morgun. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið tæpt ár enda eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og dómurinn sem Mirjam fékk í héraði sérstaklega þungur. Refsiramminn í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Verði dómurinn yfir henni staðfestur í Hæstarétti verður hann sá þyngsti sem nokkur aðili hefur hlotið hér á landi. Óumdeilt er að Mirjam var burðardýr í innflutningnum. Fyrir dómi er tekist á um það hversu mikla ábyrgð Mirjam beri á tösku dótturinnar sem í var að finna MDMA-töflurnar fyrrnefndu. Saksóknari telur morgunljóst að hún hafi borið ábyrgð á töskunum báðum enda dóttirin ólögráða. Björgvin telur að sama skapi ljóst af ákafa Mirjam til að veita lögreglu aðstoð að hún hafi talið sig hafa verið svikna. Í samtölum við hollenska aðila eftir komuna til landsins hafi komið skýrt fram að dóttir hennar hafi ekki átt að blandast í málið. Ótímabær handtaka ekki Mirjam að kenna Hún gaf strax upp nöfn þeirra aðila sem fengu hana til verksins en þau nöfn voru staðfest af hollenskri lögreglu. Umræddir aðilar voru hins vegar fluttir til Spánar þegar lögregla í Hollandi fór að skoða þeirra þátt málsins.Saksóknari og verjandi voru báðir sammála um að ekkert benti til þess að dóttirin hefði verið upplýst um tilgang ferðarinnar. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa en tálbeituaðgerð var sett í gang þriðjudaginn 7. apríl, fimm dögum síðar eftir að samband hafði náðst við aðila sem fullyrtu við Mirjam að hún væri að spila með lögrelgu. Verjandi hennar benti á að Mirjam hefði staðið sig svo vel í hlutverki sínu í tálbeituaðgerðinni að skipuleggjendur ákváðu að senda Atla Frey á vettvang og sækja efnin. Hann var hins vegar handtekinn fyrir utan Hótel Frón eftir að hafa veitt gerviefnum viðtöku og því náði rannsóknin ekki lengra. Verjandi benti á að mistök eða misskilningur hjá lögreglu væri ekki á ábyrgð Mirjam. Hefði eftirför tekist vel hefði náðst til viðtakenda fíkniefna hér á landi og málið horft öðruvísi við. Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Fyrst og fremst skyldi þó líta til þeirrar samvinnuþýði sem Mirjam hefði sýnt. Hæstiréttur ætti að senda skýr skilaboð að það virki sem hvatning fyrir burðardýr að vinna með lögreglu til að ná til skipuleggjenda. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra. Björgvin segir ljóst að Mirjam hafi verið samvinnuþýð frá því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið svikin af skipuleggjendum. 85 þúsund MDMA-töflur voru í tösku sem dóttir hennar flutti til landsins en Mirjam fullyrðir að aðeins hafi átt að vera fíkniefni í þeirri tösku sem hún hafði með í för. Þetta kom fram í málflutningi í Hæstarétti í morgun. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið tæpt ár enda eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og dómurinn sem Mirjam fékk í héraði sérstaklega þungur. Refsiramminn í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Verði dómurinn yfir henni staðfestur í Hæstarétti verður hann sá þyngsti sem nokkur aðili hefur hlotið hér á landi. Óumdeilt er að Mirjam var burðardýr í innflutningnum. Fyrir dómi er tekist á um það hversu mikla ábyrgð Mirjam beri á tösku dótturinnar sem í var að finna MDMA-töflurnar fyrrnefndu. Saksóknari telur morgunljóst að hún hafi borið ábyrgð á töskunum báðum enda dóttirin ólögráða. Björgvin telur að sama skapi ljóst af ákafa Mirjam til að veita lögreglu aðstoð að hún hafi talið sig hafa verið svikna. Í samtölum við hollenska aðila eftir komuna til landsins hafi komið skýrt fram að dóttir hennar hafi ekki átt að blandast í málið. Ótímabær handtaka ekki Mirjam að kenna Hún gaf strax upp nöfn þeirra aðila sem fengu hana til verksins en þau nöfn voru staðfest af hollenskri lögreglu. Umræddir aðilar voru hins vegar fluttir til Spánar þegar lögregla í Hollandi fór að skoða þeirra þátt málsins.Saksóknari og verjandi voru báðir sammála um að ekkert benti til þess að dóttirin hefði verið upplýst um tilgang ferðarinnar. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa en tálbeituaðgerð var sett í gang þriðjudaginn 7. apríl, fimm dögum síðar eftir að samband hafði náðst við aðila sem fullyrtu við Mirjam að hún væri að spila með lögrelgu. Verjandi hennar benti á að Mirjam hefði staðið sig svo vel í hlutverki sínu í tálbeituaðgerðinni að skipuleggjendur ákváðu að senda Atla Frey á vettvang og sækja efnin. Hann var hins vegar handtekinn fyrir utan Hótel Frón eftir að hafa veitt gerviefnum viðtöku og því náði rannsóknin ekki lengra. Verjandi benti á að mistök eða misskilningur hjá lögreglu væri ekki á ábyrgð Mirjam. Hefði eftirför tekist vel hefði náðst til viðtakenda fíkniefna hér á landi og málið horft öðruvísi við. Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Fyrst og fremst skyldi þó líta til þeirrar samvinnuþýði sem Mirjam hefði sýnt. Hæstiréttur ætti að senda skýr skilaboð að það virki sem hvatning fyrir burðardýr að vinna með lögreglu til að ná til skipuleggjenda.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20