NBA: Durant og Westbrook skoruðu 74 stig saman í New York | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 09:00 Kevin Durant og þjálfarinn Billy Donovan. Vísir/Getty Kevin Durant og Russell Westbrook voru með rosalegar tölur í sigri í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Toronto Raptors hélt sigurgöngu sinni áfram, Dwyane Wade er að spila vel þessa dagana og Los Angeles Clippers heldur áfram að vinna án Blake Griffin.Kevin Durant og Russell Westbrook skiluðu saman 74 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 128-122 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York. Kevin Durant var með 44 stig og 14 fráköst en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu. Russell Westbrook bætti við 30 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Kevin Durant tryggði OKC framlengingu með því að jafna leikinn 16,2 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði síðan sjö stig í framlengingunni. Hann setti meðal annars niður fjögur víti af fjórum á síðustu hálfri mínútunni. Langston Galloway var stigahæstur hjá New York með 21 stig en liðið lék án stjörnuleikmanns síns, Carmelo Anthony.Það er hægt að sjá tvö myndbrot með frammistöðu þeirra Kevin Durant og Russell Westbrookhér fyrir neðan. Chris Paul skoraði 26 stig og J.J. Redick var með 19 stig þegar Los Angeles Clippers vann 91-89 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var enn einn sigur Clippers-liðsins án Blake Griffin sem hefur verið lengi frá og nú síðasta eftir að hafa handarbrotnað við það að kýla starfsmann Los Angeles Clippers þegar þeir voru úti að borða með liðinu. Paul George var með 31 stig og 11 fráköst fyrir Indiana en það kom ekki í veg fyrir þriðja tapleik liðsins í röð.Dwyane Wade og Chris Bosh voru báðir með 27 stig þegar Miami Heat vann 102-98 útisigur á Brooklyn Nets. Wade er að spila vel þessa dagana en hann var einnig með 8 stoðsendingar. Nýliðinn Justise Winslow bætti við 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Miami-liðið en Andrea Bargnani var með 20 stig fyrir Brooklyn.Dirk Nowitzki skoraði 8 af 13 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þehar Dallas Mavericks vann 92-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center í LA. Nowitzki skoraði meðal annars stóra körfu 2,1 sekúndum fyrir leikslok en þetta var tíundi sigur Dallas í röð á móti Lakers-liðinu. Jordan Clarkson skoraði 18 stig fyrir Lakers sem lék án Kobe Bryant og tapaði sínum sjöunda leik í röð. J.J. Barea skoraði mest fyrir Dallas eða 18 stig en Chandler Parsons var með 17 stig.Kyle Lowry skoraði 29 stig en þurfti síðan að fara meiddur af velli þegar lið hans Toronto Raptors fagnaði sínum níunda sigri í röð eftir að hafa unnið 106-89 heimasigur á Washington Wizards. Þetta er jöfnun á félagsmeti Toronto frá 2001-02. Litháinn Jonas Valanciunas var með 13 stig og 12 fráköst fyrir Toronto og DeMar DeRozan skoraði 17 stig.Ish Smith skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 113-103 sigur á Phoenix Suns og liðið sem tapaði 30 af fyrsta 31 leik sínum á tímabilinu er nú búið að vinna sex leiki af síðustu fimmtán.Það er hægt að sjá sigurkörfu Dirk Nowitzki hér fyrir neðan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 89-91 Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 113-103 Brooklyn Nets - Miami Heat 98-102 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 122-128 (framlengt) Toronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 107-100 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 112-97 Los Angeles Lakers - Dallas Mavericks 90-92Staðan í NBA-deildinniBestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan. NBA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Kevin Durant og Russell Westbrook voru með rosalegar tölur í sigri í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Toronto Raptors hélt sigurgöngu sinni áfram, Dwyane Wade er að spila vel þessa dagana og Los Angeles Clippers heldur áfram að vinna án Blake Griffin.Kevin Durant og Russell Westbrook skiluðu saman 74 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 128-122 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York. Kevin Durant var með 44 stig og 14 fráköst en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu. Russell Westbrook bætti við 30 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Kevin Durant tryggði OKC framlengingu með því að jafna leikinn 16,2 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði síðan sjö stig í framlengingunni. Hann setti meðal annars niður fjögur víti af fjórum á síðustu hálfri mínútunni. Langston Galloway var stigahæstur hjá New York með 21 stig en liðið lék án stjörnuleikmanns síns, Carmelo Anthony.Það er hægt að sjá tvö myndbrot með frammistöðu þeirra Kevin Durant og Russell Westbrookhér fyrir neðan. Chris Paul skoraði 26 stig og J.J. Redick var með 19 stig þegar Los Angeles Clippers vann 91-89 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var enn einn sigur Clippers-liðsins án Blake Griffin sem hefur verið lengi frá og nú síðasta eftir að hafa handarbrotnað við það að kýla starfsmann Los Angeles Clippers þegar þeir voru úti að borða með liðinu. Paul George var með 31 stig og 11 fráköst fyrir Indiana en það kom ekki í veg fyrir þriðja tapleik liðsins í röð.Dwyane Wade og Chris Bosh voru báðir með 27 stig þegar Miami Heat vann 102-98 útisigur á Brooklyn Nets. Wade er að spila vel þessa dagana en hann var einnig með 8 stoðsendingar. Nýliðinn Justise Winslow bætti við 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Miami-liðið en Andrea Bargnani var með 20 stig fyrir Brooklyn.Dirk Nowitzki skoraði 8 af 13 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þehar Dallas Mavericks vann 92-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center í LA. Nowitzki skoraði meðal annars stóra körfu 2,1 sekúndum fyrir leikslok en þetta var tíundi sigur Dallas í röð á móti Lakers-liðinu. Jordan Clarkson skoraði 18 stig fyrir Lakers sem lék án Kobe Bryant og tapaði sínum sjöunda leik í röð. J.J. Barea skoraði mest fyrir Dallas eða 18 stig en Chandler Parsons var með 17 stig.Kyle Lowry skoraði 29 stig en þurfti síðan að fara meiddur af velli þegar lið hans Toronto Raptors fagnaði sínum níunda sigri í röð eftir að hafa unnið 106-89 heimasigur á Washington Wizards. Þetta er jöfnun á félagsmeti Toronto frá 2001-02. Litháinn Jonas Valanciunas var með 13 stig og 12 fráköst fyrir Toronto og DeMar DeRozan skoraði 17 stig.Ish Smith skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 113-103 sigur á Phoenix Suns og liðið sem tapaði 30 af fyrsta 31 leik sínum á tímabilinu er nú búið að vinna sex leiki af síðustu fimmtán.Það er hægt að sjá sigurkörfu Dirk Nowitzki hér fyrir neðan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 89-91 Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 113-103 Brooklyn Nets - Miami Heat 98-102 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 122-128 (framlengt) Toronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 107-100 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 112-97 Los Angeles Lakers - Dallas Mavericks 90-92Staðan í NBA-deildinniBestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan.
NBA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira