Körfubolti

Grindavík í bikarúrslit eftir auðveldan sigur á Stjörnunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Petrúnella og félagar í Grindavík eru á leið í úrslitaleikinn.
Petrúnella og félagar í Grindavík eru á leið í úrslitaleikinn. vísir/þórdís
Grindavík er komið í úrslit Powerade-bikarsins eftir tuttugu stiga sigur á Stjörnunni, 77-57, í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld. Grindavík mætir Snæfelli í úrslitaleiknum.

Heimastúlkur byrjuðu vel og unnu fyrsta leikhlutann 23-15. Í næsta leikhluta bættu þær enn meira í og unnu hann 26-9. Staðan í hálfleik 49-24.

Í síðari hálfleik var þetta svo engin spurning þrátt fyrir að Stjörnustúlkur hefðu unnið þriðja leikhlutann, 18-12, en þær töpuðu þeim síðasta 16-15 og lokatölur 77-57.

Whitney Michelle Frazier skoraði 25 stig, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Næst kom Hrund SKúladóttir með fimmtán stig og Ingunn Embla Kristínardóttir fjórtán stig.

Ragna Margrét BRynjarsdóttir gerði átján stig fyrir gestina, auk þess að taka sex fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með þrettán stig og tvö fráköst.

Það eru því Grindavík og Snæfell sem mætast í úrslitaleik kvenna, en úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. febrúar.

Tölfræði leiks:

Grindavík-Stjarnan 77-57 (23-15, 26-9, 12-18, 16-15)

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 25/8 fráköst, Hrund Skuladóttir 15, Ingunn Embla Kristínardóttir 14, Björg Guðrún Einarsdóttir 8/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Íris Sverrisdóttir 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0.

Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 18/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13, Adrienne Godbold 11, Margrét Kara Sturludóttir 9/16 fráköst/6 stolnir, Erla Dís Þórsdóttir 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2/4 fráköst, Heiðrún Kristmundsdóttir 2, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Eva María Emilsdóttir 0, Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir 0, Helena Mikaelsdóttir 0, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×