Takmarkað svigrúm til að gera breytingar á húsnæðisfrumvörpunum Una Sighvatsdóttir skrifar 24. janúar 2016 12:32 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira