Dagur gerði eins og Guðmundur og rassskellti Dusjebaev Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2016 18:51 Dagur Sigurðsson fer hamförum á hliðarlínunni í kvöld. vísir/epa Annan leikinn í röð fékk ungverska landsliðið undir stjórn Talant Dushebaev rassskell á móti íslenskum þjálfara á Evrópumótinu í Póllandi. Lærisveinar Dags Sigurðssonar pökkuðu Ungverjum saman í fyrsta leik milliriðils tvö á Evrópumótinu í handbolta í kvöld, 29-19. Í síðasta leik riðlakeppninnar vann Guðmundur Guðmundsson átta marka sigur á erkióvini sínum Talant Dusjebaev í uppgjöri Dana og Ungverja. Þýska liðið hefur átt það til á EM að byrja illa en sú var ekki raunin í Wroclaw í kvöld. Þjóðverjarnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru 5-2 yfir eftir sex mínútna leik. Þýskaland náði sex marka forskoti eftir 20 mínútur, 12-6 og gaf svo í fyrir lokasprettinn. Þegar liðin gengu til búningsklefa munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Lærisveinar Dags voru að spila frábæran handbolta eins og þeir hafa gert á köflum á mótinu. Sóknarleikurinn flæddi vel, þeir fengu mörk úr mörgum leikstöðum og hraðaupphlaupum þökk sé góðri vörn. Ungverjar, sem unnu aðeins einn leik í riðlakeppninni gegn stigalausu liði Makedóníu, áttu engin svör við þýsku vélinni í seinni hálfleik, en liðið hans Dags lítur alveg ótrúlega vel út miðað við öll meiðslin. Þýska liðið réði lögum og lofum á vellinum og náði mest tólf marka forskoti, 28-16, þegar fimm mínútur voru eftir. Ungverska liðið fann engar glufur á þýsku vörninni og fyrir aftan voru bæði Andreas Wolff og Carsten Lichtlein í miklu stuði. Þegar uppi var staðið nældu Þjóðverjar sér í fyrstu stigin sem í boði voru í milliriðli tvö og eru nú með fjögur stig líkt og Danmörk og Spánn sem mætast á morgun. Fabian Wiede var markahæstur Þjóðverja í kvöld með sex mörk en hornamaðurinn Tobias Reichman skoraði fimm mörk. Í markinu varði Andreas Wolff ellefu skot og var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu, en Lichtlein varði þrjú skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hjá Ungverjum voru Kornel Nagy, Laszlo Nagy og Iman Jamali markahæstir með þrjú mörk. Ungverjaland er stigalaust í milliriðlinum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Annan leikinn í röð fékk ungverska landsliðið undir stjórn Talant Dushebaev rassskell á móti íslenskum þjálfara á Evrópumótinu í Póllandi. Lærisveinar Dags Sigurðssonar pökkuðu Ungverjum saman í fyrsta leik milliriðils tvö á Evrópumótinu í handbolta í kvöld, 29-19. Í síðasta leik riðlakeppninnar vann Guðmundur Guðmundsson átta marka sigur á erkióvini sínum Talant Dusjebaev í uppgjöri Dana og Ungverja. Þýska liðið hefur átt það til á EM að byrja illa en sú var ekki raunin í Wroclaw í kvöld. Þjóðverjarnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru 5-2 yfir eftir sex mínútna leik. Þýskaland náði sex marka forskoti eftir 20 mínútur, 12-6 og gaf svo í fyrir lokasprettinn. Þegar liðin gengu til búningsklefa munaði átta mörkum á liðunum, 17-9. Lærisveinar Dags voru að spila frábæran handbolta eins og þeir hafa gert á köflum á mótinu. Sóknarleikurinn flæddi vel, þeir fengu mörk úr mörgum leikstöðum og hraðaupphlaupum þökk sé góðri vörn. Ungverjar, sem unnu aðeins einn leik í riðlakeppninni gegn stigalausu liði Makedóníu, áttu engin svör við þýsku vélinni í seinni hálfleik, en liðið hans Dags lítur alveg ótrúlega vel út miðað við öll meiðslin. Þýska liðið réði lögum og lofum á vellinum og náði mest tólf marka forskoti, 28-16, þegar fimm mínútur voru eftir. Ungverska liðið fann engar glufur á þýsku vörninni og fyrir aftan voru bæði Andreas Wolff og Carsten Lichtlein í miklu stuði. Þegar uppi var staðið nældu Þjóðverjar sér í fyrstu stigin sem í boði voru í milliriðli tvö og eru nú með fjögur stig líkt og Danmörk og Spánn sem mætast á morgun. Fabian Wiede var markahæstur Þjóðverja í kvöld með sex mörk en hornamaðurinn Tobias Reichman skoraði fimm mörk. Í markinu varði Andreas Wolff ellefu skot og var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu, en Lichtlein varði þrjú skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hjá Ungverjum voru Kornel Nagy, Laszlo Nagy og Iman Jamali markahæstir með þrjú mörk. Ungverjaland er stigalaust í milliriðlinum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira