Haukur fjórum sekúndum á undan Magnúsi í kappátinu | Gera út um þetta í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 16:00 Magnús Þór Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Einn af leikjum tímabilsins í körfuboltanum fer fram í kvöld þegar topplið Keflavíkur tekur á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í Domino´s deild karla í uppgjöri Reykjanesbæjarliðanna. Keflavík er á toppnum og með sex stigum meira en Njarðvíkingar. Það er ljóst að með sigri verður Keflavíkurliðið bæði með átta stiga forskot á Njarðvík og betri árangur í innbyrðisviðureignum. Njarðvíkingar verða því að vinna í kvöld ætli þeir sér eitt af efstu sætunum og þeir mæta nú til leiks með nýjan Bandaríkjamann sem heitir Jeremy Martez Atkinson og spilaði með Stjörnunni í fyrra. „El Classico”-slagur nágrannana og erkifjendanna Keflavíkur og Njarðvíkur er mikill viðburður í Reykjanesbæ og vefsíðan suðurnes.net hitaði upp fyrir leikinn með því að segja frá kappáts- og spurningarkeppni Njarðvíkingsins Hauks Helga Pálssonar og Keflvíkingsins Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem Veitingastaðurinn Lemon í Keflavík hélt á dögunum. Það er mikill munur á reynslu kappanna af „El Classico” slag Keflavíkur og Njarðvíkur. Magnús Þór hefur tekið þátt í 60 slíkum leikjum og með báðum liðum en Haukur Helgi er að fara spila í fyrsta sinn í Reykjanesbæjarslagnum. Þeir Haukur og Magnús hófu „Lemon Classico” Keppnina á kappáti, fyrir valinu varð stór samloka og stór djús. Njarðvíkingurinn Haukur Helgi sem hafði sigur en hann torgaði matnum á hvorki meira né minna en 63 sekúndum, en Magnús fylgdi í kjölfarið með 67 sekúndur. Það varð ljóst strax í upphafi að spurningarnar, sem flestar voru fengnar úr langri og farsælli sögu félagana, voru í erfiðari kantinum – Leikmönnunum gekk illa að finna réttu svörin og þar sem ekki var í boði að hringja í vin eða spyrja salinn fóru leikar svo að Magnús sigraði þennan hluta “Lemon Classico” með eins stigs mun, 1-0. „Lemon Classico” lauk því með jafntefli og höfðu þeir Magnús og Haukur að orði að málin yrðu útkljáð í TM-Höllinni í kvöld og það í beinni á Stöð 2 Sport. „Stemningin fyrir “El Classico” leikina er jafnan mikil og er engin breyting þar á í þetta skipti, Keflvíkingar hafa til að mynda verið duglegir við að senda Njarðvíkingum sneiðar í gegnum samskiptaforritið SnapChat, þeim síðarnefndu til mikils ama. Njarðvíkingar hafa hingað til ekki verið duglegir við að svara þessum sneiðum Keflvíkinga og hefur heyrst úr herbúðum þeirra að menn ætli að útkljá málin á vellinum, ekki í símanum," segir líka í fréttinni á suðurnes.net. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en útsending Stöðvar 2 Sport frá leiknum hefst klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti