Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 11:11 Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34