Á enginn að bera ábyrgð á sölu ríkiseigna? Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Borgunarmálið Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun