Vélaverð lækkar um milljarð og V6 vélar til 2020 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. janúar 2016 16:00 Max Verstappen sýndi óvart Renault vélina í Toro Rosso bílnum þegar vélarhlíf gaf sig á Monza í september. Vísir/F1technical Samkomulag hefur náðst um að halda í V6 tvinnvélar til 2020 að minnsta kosti. Samkomulag náðist um lægri verð á vélunum á tveggja daga fundi í Geníva í vikunni. Þróunarhópur Formúlu 1 og skipulagsnefnd Formúlu 1 hittust í upphafi vikunnar til að setja saman drög að breyttum reglum í Formúlu 1. Áhersla fundarins var á vélar eftir að Bernie Ecclestone, eigandi sýningaréttar af Formúlu 1 og Jean Todt, forseti FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins, óskuðu eftir því í sameinginu að liðin finndu lausn á vélavandræðum í íþróttinni. Ecclestone og Todt höfðu áður lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að sjálfstæður vélaframleiðandi yrði fenginn til að smíða öflugari en einfaldari og ódýrari vélar sem stæðu liðum til boða. Hugmyndin var að öll lið gætu nálgast góða vél á viðráðanlegu verði. Red Bull og Toro Rosso liðin voru næstum án véla á komandi tímabili eftir að hafa slitið samningi við Renault. Sjálfstæður vélaframleiðandi hefði sem dæmi geta komið þeim liðum til bjargar. Ekki fékkst samþykki meirihluta liða fyrir hugmyndinni um ódýrari og einfaldari vélar. Þá var liðunum gert að finna lausn á vandanum.Bernie Ecclestone og Jean Todt ná samkomulagi.Vísir/GettyNú er samkomulag í höfn. Talið er að Mercedes, Ferrari, Renault og Honda hafi samþykkt að tryggja að öll lið í Formúlu 1 hafi vélar. Eins er talið að samkomulagið feli í sér að verðið lækki talsvert, áður kostuðu vélarnar fyrir keppnistímabilið um 17 milljónir punda, rúmlega 3,1 milljaðra króna, en munu nú kosta um 12 milljónir punda, rúmlega 2,2 milljarða króna. Þessar breytingar munu að öllum líkindum taka gildi fyrir upphaf tímabilsins 2018. Auk vélanna var samið um að breyta reglum um hámarksfjölda gírkassa sem hver ökumaður má nota á tímabili. Hver ökumaður má nú einungis nota þrjá gírkassa á tímabilinu áður en hann þarf að sæta refsingu. Formúla Tengdar fréttir 21 kappakstur á næsta ári Met verður slegið á næsta tímabili í Formúlu 1. 21 kappakstur verður ef áætlanir FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins ganga eftir. 22. júlí 2015 07:30 Horner: Hamilton þráði að komast til Red Bull Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner hefur sagt að Lewis Hamilton hafi þráð að koma til liðs við Red Bull í gegnum tíðina. 19. janúar 2016 23:30 Ferrari beitir neitunarvaldi FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið lagði til að verðþak yrði sett á vélar fyrir komandi tímabil. Ferrari beitti neitunarvaldi í málinu. 30. október 2015 23:00 Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30 FIA bannar sölu ársgamalla véla FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur meinað vélaframleiðendum í Formúlu 1 að selja ársgamlar vélar til viðskiptavina sinna. 15. október 2015 17:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um að halda í V6 tvinnvélar til 2020 að minnsta kosti. Samkomulag náðist um lægri verð á vélunum á tveggja daga fundi í Geníva í vikunni. Þróunarhópur Formúlu 1 og skipulagsnefnd Formúlu 1 hittust í upphafi vikunnar til að setja saman drög að breyttum reglum í Formúlu 1. Áhersla fundarins var á vélar eftir að Bernie Ecclestone, eigandi sýningaréttar af Formúlu 1 og Jean Todt, forseti FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins, óskuðu eftir því í sameinginu að liðin finndu lausn á vélavandræðum í íþróttinni. Ecclestone og Todt höfðu áður lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að sjálfstæður vélaframleiðandi yrði fenginn til að smíða öflugari en einfaldari og ódýrari vélar sem stæðu liðum til boða. Hugmyndin var að öll lið gætu nálgast góða vél á viðráðanlegu verði. Red Bull og Toro Rosso liðin voru næstum án véla á komandi tímabili eftir að hafa slitið samningi við Renault. Sjálfstæður vélaframleiðandi hefði sem dæmi geta komið þeim liðum til bjargar. Ekki fékkst samþykki meirihluta liða fyrir hugmyndinni um ódýrari og einfaldari vélar. Þá var liðunum gert að finna lausn á vandanum.Bernie Ecclestone og Jean Todt ná samkomulagi.Vísir/GettyNú er samkomulag í höfn. Talið er að Mercedes, Ferrari, Renault og Honda hafi samþykkt að tryggja að öll lið í Formúlu 1 hafi vélar. Eins er talið að samkomulagið feli í sér að verðið lækki talsvert, áður kostuðu vélarnar fyrir keppnistímabilið um 17 milljónir punda, rúmlega 3,1 milljaðra króna, en munu nú kosta um 12 milljónir punda, rúmlega 2,2 milljarða króna. Þessar breytingar munu að öllum líkindum taka gildi fyrir upphaf tímabilsins 2018. Auk vélanna var samið um að breyta reglum um hámarksfjölda gírkassa sem hver ökumaður má nota á tímabili. Hver ökumaður má nú einungis nota þrjá gírkassa á tímabilinu áður en hann þarf að sæta refsingu.
Formúla Tengdar fréttir 21 kappakstur á næsta ári Met verður slegið á næsta tímabili í Formúlu 1. 21 kappakstur verður ef áætlanir FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins ganga eftir. 22. júlí 2015 07:30 Horner: Hamilton þráði að komast til Red Bull Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner hefur sagt að Lewis Hamilton hafi þráð að koma til liðs við Red Bull í gegnum tíðina. 19. janúar 2016 23:30 Ferrari beitir neitunarvaldi FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið lagði til að verðþak yrði sett á vélar fyrir komandi tímabil. Ferrari beitti neitunarvaldi í málinu. 30. október 2015 23:00 Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30 FIA bannar sölu ársgamalla véla FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur meinað vélaframleiðendum í Formúlu 1 að selja ársgamlar vélar til viðskiptavina sinna. 15. október 2015 17:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
21 kappakstur á næsta ári Met verður slegið á næsta tímabili í Formúlu 1. 21 kappakstur verður ef áætlanir FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins ganga eftir. 22. júlí 2015 07:30
Horner: Hamilton þráði að komast til Red Bull Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner hefur sagt að Lewis Hamilton hafi þráð að koma til liðs við Red Bull í gegnum tíðina. 19. janúar 2016 23:30
Ferrari beitir neitunarvaldi FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið lagði til að verðþak yrði sett á vélar fyrir komandi tímabil. Ferrari beitti neitunarvaldi í málinu. 30. október 2015 23:00
Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda. 15. desember 2015 22:30
FIA bannar sölu ársgamalla véla FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur meinað vélaframleiðendum í Formúlu 1 að selja ársgamlar vélar til viðskiptavina sinna. 15. október 2015 17:15