Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 19:03 Dagur Sigurðsson með bikarinn í dag. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira