„Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 14:28 "Rafrettur eru metnar 95% skaðlausari en sígaretturnar (6,7). Þessi 5% eru auk þess aðeins fyrirvari, ekki staðfesting á skaðlegum áhrifum. Margir fræðimenn meta hugsanlegan skaða þeirra jafnvel miklu minni, ef þá nokkurn.“ vísir/getty Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. Þeir hafa því gagnrýnt mjög tilskipun Evrópusambandsins sem á að vera komin í lög hjá aðildarríkjum þann 20. maí næstkomandi en samkvæmt henni er rafrettan flokkuð sem tóbaksvara. Þetta kemur fram í grein sem læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar í Fréttablaðið í dag en hún ber titilinn „Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu?“ Vill Guðmundur meina að það væru alvarleg mistök ef Alþingi myndi samþykkja tilskipun ESB varðandi rafrettuna þar sem hann segir rannsóknir hafa sýnt fram á að heilsufarslegur ávinningur reykingafólks af því að skipta yfir í rafrettur sé mikill. Í greininni segir Guðmundur meðal annars að samkvæmt rannsóknum þá náist 60 prósent betri árangur meðal fólks sem er að hætta að reykja ef það gerir það frekar með rafrettunni heldur en með til dæmis nikótínlyfjum, plástrum og tyggjói. Þá segir hann jafnframt: „Rafrettur eru metnar 95% skaðlausari en sígaretturnar (6,7). Þessi 5% eru auk þess aðeins fyrirvari, ekki staðfesting á skaðlegum áhrifum. Margir fræðimenn meta hugsanlegan skaða þeirra jafnvel miklu minni, ef þá nokkurn. Er því virkilega þörf á að mismuna rafrettum gagnvart sígarettum á markaðinum? Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga. Rafrettur sem við vitum að eru nánast hættulausar, en eiga samt að lúta fjötrum og takmörkunum í framboði til almennings. Þetta er brot á jafnræðisreglunni og væntanlega markmiðum viðskiptasamninga EU ásamt lögmálum siðfræðinnar.“ Grein Guðmundar má lesa hér. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. Þeir hafa því gagnrýnt mjög tilskipun Evrópusambandsins sem á að vera komin í lög hjá aðildarríkjum þann 20. maí næstkomandi en samkvæmt henni er rafrettan flokkuð sem tóbaksvara. Þetta kemur fram í grein sem læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar í Fréttablaðið í dag en hún ber titilinn „Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu?“ Vill Guðmundur meina að það væru alvarleg mistök ef Alþingi myndi samþykkja tilskipun ESB varðandi rafrettuna þar sem hann segir rannsóknir hafa sýnt fram á að heilsufarslegur ávinningur reykingafólks af því að skipta yfir í rafrettur sé mikill. Í greininni segir Guðmundur meðal annars að samkvæmt rannsóknum þá náist 60 prósent betri árangur meðal fólks sem er að hætta að reykja ef það gerir það frekar með rafrettunni heldur en með til dæmis nikótínlyfjum, plástrum og tyggjói. Þá segir hann jafnframt: „Rafrettur eru metnar 95% skaðlausari en sígaretturnar (6,7). Þessi 5% eru auk þess aðeins fyrirvari, ekki staðfesting á skaðlegum áhrifum. Margir fræðimenn meta hugsanlegan skaða þeirra jafnvel miklu minni, ef þá nokkurn. Er því virkilega þörf á að mismuna rafrettum gagnvart sígarettum á markaðinum? Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga. Rafrettur sem við vitum að eru nánast hættulausar, en eiga samt að lúta fjötrum og takmörkunum í framboði til almennings. Þetta er brot á jafnræðisreglunni og væntanlega markmiðum viðskiptasamninga EU ásamt lögmálum siðfræðinnar.“ Grein Guðmundar má lesa hér.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00