„Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 14:28 "Rafrettur eru metnar 95% skaðlausari en sígaretturnar (6,7). Þessi 5% eru auk þess aðeins fyrirvari, ekki staðfesting á skaðlegum áhrifum. Margir fræðimenn meta hugsanlegan skaða þeirra jafnvel miklu minni, ef þá nokkurn.“ vísir/getty Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. Þeir hafa því gagnrýnt mjög tilskipun Evrópusambandsins sem á að vera komin í lög hjá aðildarríkjum þann 20. maí næstkomandi en samkvæmt henni er rafrettan flokkuð sem tóbaksvara. Þetta kemur fram í grein sem læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar í Fréttablaðið í dag en hún ber titilinn „Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu?“ Vill Guðmundur meina að það væru alvarleg mistök ef Alþingi myndi samþykkja tilskipun ESB varðandi rafrettuna þar sem hann segir rannsóknir hafa sýnt fram á að heilsufarslegur ávinningur reykingafólks af því að skipta yfir í rafrettur sé mikill. Í greininni segir Guðmundur meðal annars að samkvæmt rannsóknum þá náist 60 prósent betri árangur meðal fólks sem er að hætta að reykja ef það gerir það frekar með rafrettunni heldur en með til dæmis nikótínlyfjum, plástrum og tyggjói. Þá segir hann jafnframt: „Rafrettur eru metnar 95% skaðlausari en sígaretturnar (6,7). Þessi 5% eru auk þess aðeins fyrirvari, ekki staðfesting á skaðlegum áhrifum. Margir fræðimenn meta hugsanlegan skaða þeirra jafnvel miklu minni, ef þá nokkurn. Er því virkilega þörf á að mismuna rafrettum gagnvart sígarettum á markaðinum? Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga. Rafrettur sem við vitum að eru nánast hættulausar, en eiga samt að lúta fjötrum og takmörkunum í framboði til almennings. Þetta er brot á jafnræðisreglunni og væntanlega markmiðum viðskiptasamninga EU ásamt lögmálum siðfræðinnar.“ Grein Guðmundar má lesa hér. Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Rafrettan er eitt af því mikilvægasta sem fram hefur komið í heilbrigðismálum á seinni tímum að mati ýmissa fræðimanna sem rannsakað hafa mögulega skaðsemi hennar. Þeir hafa því gagnrýnt mjög tilskipun Evrópusambandsins sem á að vera komin í lög hjá aðildarríkjum þann 20. maí næstkomandi en samkvæmt henni er rafrettan flokkuð sem tóbaksvara. Þetta kemur fram í grein sem læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar í Fréttablaðið í dag en hún ber titilinn „Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu?“ Vill Guðmundur meina að það væru alvarleg mistök ef Alþingi myndi samþykkja tilskipun ESB varðandi rafrettuna þar sem hann segir rannsóknir hafa sýnt fram á að heilsufarslegur ávinningur reykingafólks af því að skipta yfir í rafrettur sé mikill. Í greininni segir Guðmundur meðal annars að samkvæmt rannsóknum þá náist 60 prósent betri árangur meðal fólks sem er að hætta að reykja ef það gerir það frekar með rafrettunni heldur en með til dæmis nikótínlyfjum, plástrum og tyggjói. Þá segir hann jafnframt: „Rafrettur eru metnar 95% skaðlausari en sígaretturnar (6,7). Þessi 5% eru auk þess aðeins fyrirvari, ekki staðfesting á skaðlegum áhrifum. Margir fræðimenn meta hugsanlegan skaða þeirra jafnvel miklu minni, ef þá nokkurn. Er því virkilega þörf á að mismuna rafrettum gagnvart sígarettum á markaðinum? Tóbaksreykur drepur, rafrettur bjarga. Rafrettur sem við vitum að eru nánast hættulausar, en eiga samt að lúta fjötrum og takmörkunum í framboði til almennings. Þetta er brot á jafnræðisreglunni og væntanlega markmiðum viðskiptasamninga EU ásamt lögmálum siðfræðinnar.“ Grein Guðmundar má lesa hér.
Rafrettur Tengdar fréttir Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Rafrettunotkun verði minnkuð WHO hvatti til hertra reglugerða vegna rafretta fyrir einu ári. Engin lög eða reglur eru til um rafrettur á Íslandi. Nikótín og önnur eiturefni mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. 7. janúar 2016 08:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels