Barnshafandi kona á Spáni greinist með Zika Atli ísleifsson skrifar 4. febrúar 2016 16:32 Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP Barnshafandi kona á Spáni hefur greinst með Zika-veiruna eftir að hafa verið á ferðalagi í Kólumbíu. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur í Evrópu þar sem staðfest er að ólétt kona hafi smitast af Zika.Í frétt Washington Post segir að konan sé á síðasta þriðjungi meðgöngu. Ekkert liggur fyrir um líðan konunnar eða fóstursins en hún dvelur nú á sjúkrahúsi í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá skráðum Zika-tilfellum meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Írlandi. Þar hafi ekki verið um barnhafandi konur að ræða.Sjá einnig:Hvað er Zika?Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar en hún dreifir sér hratt. Óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni og kann biðin eftir bóluefni að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum. Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins. Zíka Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Barnshafandi kona á Spáni hefur greinst með Zika-veiruna eftir að hafa verið á ferðalagi í Kólumbíu. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur í Evrópu þar sem staðfest er að ólétt kona hafi smitast af Zika.Í frétt Washington Post segir að konan sé á síðasta þriðjungi meðgöngu. Ekkert liggur fyrir um líðan konunnar eða fóstursins en hún dvelur nú á sjúkrahúsi í Katalóníu. Áður hafði verið greint frá skráðum Zika-tilfellum meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Írlandi. Þar hafi ekki verið um barnhafandi konur að ræða.Sjá einnig:Hvað er Zika?Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar en hún dreifir sér hratt. Óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni og kann biðin eftir bóluefni að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum. Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.
Zíka Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira