Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 28-25 | Seltirningar byrja vel eftir fríið Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 4. febrúar 2016 22:30 Aron Dagur Pálsson, leikmaður Gróttu. vísir/stefán Grótta fer vel af stað eftir vetrarfríið í Olís-deild karla í handbolta en í kvöld unnu Seltirningar góðan þriggja marka sigur, 28-25, á Fram á heimavelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en frábær kafli hjá heimamönnum um miðbik seinni hálfleiks gerði útslagið. Grótta breytti þá stöðunni úr 19-17 í 24-19 og það bil náðu gestirnir ekki að brúa. Með sigrinum fór Grótta upp fyrir Akureyri í 6. sæti deildarinnar. Fram er enn í 3. sætinu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu og það var ekki að sjá að fríið langa sæti í mönnum. Grótta skoraði fyrsta markið en þá komu fjögur Fram-mörk gegn einu Seltirninga og staðan orðin 2-5. Kristófer Fannar Guðmundsson byrjaði vel í marki Fram og lagði grunninn að þessari góðu byrjun liðsins. Grótta svaraði með 5-1 kafla og komst yfir, 7-6, þegar Guðni Ingvarsson skoraði sitt eina mark í fyrri hálfleiknum. Eftir þennan slæma kafla herti Fram-liðið vörnina og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð og náðu þriggja marka forystu, 7-10. En líkt og fyrr í leiknum entist forystan ekki lengi. Grótta skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 10-10. Liðin skoruðu bæði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Heimamenn komu mjög vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótlega þriggja marka forystu, 17-14. Vörn Gróttu var öflug lengst af í seinni hálfleik en það sama verður ekki sagt um Fram-vörnina sem var óvenju slök enda fékk liðið á sig 16 mörk í seinni hálfleiknum sem gerist ekki á þeim bænum. Tveimur til þremur mörkum munaði á liðunum næstu mínúturnar. En í stöðunni 19-17 skiptu heimamenn um gír, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og komust fimm mörkum yfir, 24-19, þegar Daði Laxdal Gautason skoraði sitt fimmta mark með frábæru skoti í slá og inn. En Gróttumenn hleyptu gestunum inn í leikinn með barnalegum mistökum í sókninni auk þess sem tvær brottvísanir á skömmum kafla fóru illa með liðið. Framarar nýttu sér þessi vandræði heimamanna, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark, 24-23. En lengra komust gestirnir ekki. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum leiksins og náði undirtökunum að nýju. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum. Lokatölur 28-25, Gróttu í vil. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Seltirninga með sjö mörk en Daði Laxdal kom næstur með sex. Þráinn Orri Jónsson átti einnig prýðisgóðan leik; nýtti færin sín vel og var sterkur í vörninni. Hann skilaði fjórum mörkum líkt og Júlíus Þórir Stefánsson og Viggó Kristjánsson sem var einnig duglegur að mata félaga sína. Þá stóð Lárus Helgi Ólafsson fyrir sínu í markinu og varði 17 skot (41%), þar af fimm frá bróður sínum í liði Fram, Þorgrími Smára. Garðar B. Sigurjónsson nýtti sínar mínútur vel í liði Fram og skoraði sex mörk úr jafnmörgum skotum. Stefán Darri Þórsson átti sömuleiðis fínan leik með fimm mörk. Miklu munaði um að skyttur liðsins náðu sér ekki á strik en Þorgrímur Smári og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu aðeins fimm mörk úr samtals 14 skotum.Lárus Helgi: Var með hann í vasanum Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, var kampakátur í leikslok eftir góðan sigur Seltirninga á Fram í kvöld. "Við erum gríðarlega ánægðir með þessa byrjun og erum búnir að leggja ótrúlega mikið inn í bankann hjá okkur," sagði Lárus og bætti því við að Gróttumenn hafi nýtt vetrarfríið vel til að æfa. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum hafði Grótta undirtökin ef frá er talinn nokkurra mínútna kafli þar sem Fram skoraði fjögur mörk í röð. "Þetta var jafnt í fyrri hálfleik, þeir jafnvel ívið sterkari. Við vorum kannski heppnir að ná að jafna fyrir hálfleik. Við gerðum mistök í sókninni sem okkur fannst við geta lagað," sagði Lárus. "Okkar leikplan í seinni hálfleik gekk algjörlega upp. Þetta gekk í raun allt upp nema á þessum kafla þar sem við erum mikið færri og þeir minnka muninn niður í eitt mark. Þá vorum við við það að missa "kúlið". En við komum sterkir til baka." Lárus átti fínan leik í kvöld og varði 17 skot, þar af fimm frá bróður sínum í Fram-liðinu, Þorgrími Smára, sem hann var í raun með í vasanum. "Það er annað hvort þannig eða hann er með mig í vasanum," sagði Lárus og hló. "Við hugsum nánast eins og þetta er annað hvort eða. Í dag datt þetta mín megin en síðast var hann með mig."Guðlaugur: Þeir leystu vörnina okkar vel Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, kvaðst nokkuð sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum í tapinu fyrir Gróttu í kvöld. "Mér fannst við kasta forskotinu of auðveldlega frá okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðlaugur eftir leik en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. "Við komumst þremur mörkum yfir en við spiluðum ekki nógu vel úr þeirri stöðu og hleyptum þeim inn í leikinn. Ég er ósáttur með það en sáttur með margt í fyrri hálfleik, vörnin var á köflum fín en við vorum klaufar í sókninni." Varnarleikur Fram var hins vegar langt frá því að vera góður í seinni hálfleik þar sem liðið fékk á sig 16 mörk. "Við komum almennt ekki nógu vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Ég þarf að taka það til mín, hvernig ég talaði við strákana í hálfleik," sagði Guðlaugur sem segir að Grótta hafi leyst varnarleik Fram vel í leiknum. "Við höfum átt í vandræðum í vörninni gegn Gróttu í vetur og þeir hafa leyst varnarleik okkar vel." Fram er aðeins búið að vinna einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. En hvað þarf liðið að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Við þurfum bara að sinna vinnunni okkar, mæta ákveðnir til leiks og vinna leiki," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Grótta fer vel af stað eftir vetrarfríið í Olís-deild karla í handbolta en í kvöld unnu Seltirningar góðan þriggja marka sigur, 28-25, á Fram á heimavelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en frábær kafli hjá heimamönnum um miðbik seinni hálfleiks gerði útslagið. Grótta breytti þá stöðunni úr 19-17 í 24-19 og það bil náðu gestirnir ekki að brúa. Með sigrinum fór Grótta upp fyrir Akureyri í 6. sæti deildarinnar. Fram er enn í 3. sætinu en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu og það var ekki að sjá að fríið langa sæti í mönnum. Grótta skoraði fyrsta markið en þá komu fjögur Fram-mörk gegn einu Seltirninga og staðan orðin 2-5. Kristófer Fannar Guðmundsson byrjaði vel í marki Fram og lagði grunninn að þessari góðu byrjun liðsins. Grótta svaraði með 5-1 kafla og komst yfir, 7-6, þegar Guðni Ingvarsson skoraði sitt eina mark í fyrri hálfleiknum. Eftir þennan slæma kafla herti Fram-liðið vörnina og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð og náðu þriggja marka forystu, 7-10. En líkt og fyrr í leiknum entist forystan ekki lengi. Grótta skoraði þrjú mörk í röð og jafnaði metin í 10-10. Liðin skoruðu bæði tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 12-12. Heimamenn komu mjög vel stemmdir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótlega þriggja marka forystu, 17-14. Vörn Gróttu var öflug lengst af í seinni hálfleik en það sama verður ekki sagt um Fram-vörnina sem var óvenju slök enda fékk liðið á sig 16 mörk í seinni hálfleiknum sem gerist ekki á þeim bænum. Tveimur til þremur mörkum munaði á liðunum næstu mínúturnar. En í stöðunni 19-17 skiptu heimamenn um gír, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og komust fimm mörkum yfir, 24-19, þegar Daði Laxdal Gautason skoraði sitt fimmta mark með frábæru skoti í slá og inn. En Gróttumenn hleyptu gestunum inn í leikinn með barnalegum mistökum í sókninni auk þess sem tvær brottvísanir á skömmum kafla fóru illa með liðið. Framarar nýttu sér þessi vandræði heimamanna, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark, 24-23. En lengra komust gestirnir ekki. Grótta skoraði þrjú af næstu fjórum mörkum leiksins og náði undirtökunum að nýju. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum. Lokatölur 28-25, Gróttu í vil. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Seltirninga með sjö mörk en Daði Laxdal kom næstur með sex. Þráinn Orri Jónsson átti einnig prýðisgóðan leik; nýtti færin sín vel og var sterkur í vörninni. Hann skilaði fjórum mörkum líkt og Júlíus Þórir Stefánsson og Viggó Kristjánsson sem var einnig duglegur að mata félaga sína. Þá stóð Lárus Helgi Ólafsson fyrir sínu í markinu og varði 17 skot (41%), þar af fimm frá bróður sínum í liði Fram, Þorgrími Smára. Garðar B. Sigurjónsson nýtti sínar mínútur vel í liði Fram og skoraði sex mörk úr jafnmörgum skotum. Stefán Darri Þórsson átti sömuleiðis fínan leik með fimm mörk. Miklu munaði um að skyttur liðsins náðu sér ekki á strik en Þorgrímur Smári og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu aðeins fimm mörk úr samtals 14 skotum.Lárus Helgi: Var með hann í vasanum Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Gróttu, var kampakátur í leikslok eftir góðan sigur Seltirninga á Fram í kvöld. "Við erum gríðarlega ánægðir með þessa byrjun og erum búnir að leggja ótrúlega mikið inn í bankann hjá okkur," sagði Lárus og bætti því við að Gróttumenn hafi nýtt vetrarfríið vel til að æfa. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum hafði Grótta undirtökin ef frá er talinn nokkurra mínútna kafli þar sem Fram skoraði fjögur mörk í röð. "Þetta var jafnt í fyrri hálfleik, þeir jafnvel ívið sterkari. Við vorum kannski heppnir að ná að jafna fyrir hálfleik. Við gerðum mistök í sókninni sem okkur fannst við geta lagað," sagði Lárus. "Okkar leikplan í seinni hálfleik gekk algjörlega upp. Þetta gekk í raun allt upp nema á þessum kafla þar sem við erum mikið færri og þeir minnka muninn niður í eitt mark. Þá vorum við við það að missa "kúlið". En við komum sterkir til baka." Lárus átti fínan leik í kvöld og varði 17 skot, þar af fimm frá bróður sínum í Fram-liðinu, Þorgrími Smára, sem hann var í raun með í vasanum. "Það er annað hvort þannig eða hann er með mig í vasanum," sagði Lárus og hló. "Við hugsum nánast eins og þetta er annað hvort eða. Í dag datt þetta mín megin en síðast var hann með mig."Guðlaugur: Þeir leystu vörnina okkar vel Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, kvaðst nokkuð sáttur með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum í tapinu fyrir Gróttu í kvöld. "Mér fannst við kasta forskotinu of auðveldlega frá okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðlaugur eftir leik en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. "Við komumst þremur mörkum yfir en við spiluðum ekki nógu vel úr þeirri stöðu og hleyptum þeim inn í leikinn. Ég er ósáttur með það en sáttur með margt í fyrri hálfleik, vörnin var á köflum fín en við vorum klaufar í sókninni." Varnarleikur Fram var hins vegar langt frá því að vera góður í seinni hálfleik þar sem liðið fékk á sig 16 mörk. "Við komum almennt ekki nógu vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Ég þarf að taka það til mín, hvernig ég talaði við strákana í hálfleik," sagði Guðlaugur sem segir að Grótta hafi leyst varnarleik Fram vel í leiknum. "Við höfum átt í vandræðum í vörninni gegn Gróttu í vetur og þeir hafa leyst varnarleik okkar vel." Fram er aðeins búið að vinna einn af síðustu sex deildarleikjum sínum. En hvað þarf liðið að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Við þurfum bara að sinna vinnunni okkar, mæta ákveðnir til leiks og vinna leiki," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira