Stutt í heimsókn til ömmu í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2016 06:45 Sandra María Jessen er hér í leik með Þór/KA í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira