Veldur þrjóskan í Yellen samdrætti í Bandaríkjunum? Lars Christensen skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun