Borgin auglýsti útboð sem á eftir að samþykkja Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 14:39 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er ósáttur. Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg hefur auglýst útboð vegna hjólastígs á Grensásvegi, frá Miklubraut að Bústaðavegi. Borgarstjórn hefur ekki samþykkt breytingarnar en málið er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks í borginni, segir að ágreiningur hafi verið um útboðið í borgarráði og því þurfi borgarstjórn að samþykkja útboðið á fundi sínum í dag. Hann furðar sig á því að útboðið hafi verið auglýst áður en þetta samþykki hafi fengist.Vilja aðra forgangsröðun „Þetta er liður í því að þrengja Grensásveginn því hjólastígar verða ekki lagðir samkvæmt áætlun meirihluta Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nema að gatan verði þrengd fyrst,“ segir hann. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum talið að forgangsröðun ætti að vera önnur og fresta ætti þrengingu Grensásvegar. Það að auglýsa útboð á hluta verksins áður en tillaga þess efnis er afgreidd í borgarstjórn er lítilsvirðing þessa meirihluta við leikreglur lýðræðisins.“Auglýst um helgina Opnun tilboða í útboðinu veður þriðjudaginn 16. febrúar en útboðsgögn voru gerð aðgengileg gegn gjaldi á skrifstofu borgarinnar í dag. Útboðið var auglýst í Morgunblaðinu á laugardag. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn en þá var lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagsráð dagsett 8. janúar þar sem heimild til að fara í útboðið var óskað. Borgarráð samþykkti útboðið með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Þar sem ekki náðist samstaða um málið í borgarráði fer það fyrir fund borgarstjórnar í dag. Þar mun niðurstaðan að öllum líkindum vera sú sama og í borgarráði. Stjórnmálavísir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur auglýst útboð vegna hjólastígs á Grensásvegi, frá Miklubraut að Bústaðavegi. Borgarstjórn hefur ekki samþykkt breytingarnar en málið er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag. Halldór Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks í borginni, segir að ágreiningur hafi verið um útboðið í borgarráði og því þurfi borgarstjórn að samþykkja útboðið á fundi sínum í dag. Hann furðar sig á því að útboðið hafi verið auglýst áður en þetta samþykki hafi fengist.Vilja aðra forgangsröðun „Þetta er liður í því að þrengja Grensásveginn því hjólastígar verða ekki lagðir samkvæmt áætlun meirihluta Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar nema að gatan verði þrengd fyrst,“ segir hann. „Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum talið að forgangsröðun ætti að vera önnur og fresta ætti þrengingu Grensásvegar. Það að auglýsa útboð á hluta verksins áður en tillaga þess efnis er afgreidd í borgarstjórn er lítilsvirðing þessa meirihluta við leikreglur lýðræðisins.“Auglýst um helgina Opnun tilboða í útboðinu veður þriðjudaginn 16. febrúar en útboðsgögn voru gerð aðgengileg gegn gjaldi á skrifstofu borgarinnar í dag. Útboðið var auglýst í Morgunblaðinu á laugardag. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 21. janúar síðastliðinn en þá var lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulagsráð dagsett 8. janúar þar sem heimild til að fara í útboðið var óskað. Borgarráð samþykkti útboðið með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans. Þar sem ekki náðist samstaða um málið í borgarráði fer það fyrir fund borgarstjórnar í dag. Þar mun niðurstaðan að öllum líkindum vera sú sama og í borgarráði.
Stjórnmálavísir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira