Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sagði blaðamönnum í dag að mikilvægt væri að Bandaríkin og Kína beittu alþjóðalögum til að binda endi á deilur sínar.

Kínverjar gera tilkall til nærri því alls hafsins og segja að upbygging eyja á svæðinu sé til að bjóða upp á þjónustu eins og björgun og leit. Þeir halda því einnig fram að þeir hafi rétt á því að byggja upp varnir á eyjum sínum, samkvæmt frétt AFP.
Önnur ríki eins og Brunei, Malasía, Filippseyjar, Tævan og Víetnam gera einnig tilkall til hafsvæðisins. Stór hluti flutningaskipa heimsins sigla um hafið og talið er að finna megi ríkar náttúruauðlindir þar.