Körfubolti

Skoruðu aðeins eitt stig í körfuboltaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona lokatölur sér maður ekki á hverjum degi.
Svona lokatölur sér maður ekki á hverjum degi.
Einn minnst spennandi körfuboltaleikur sögunnar fór fram í Ohio í Bandaríkjunum í gær.

Þá mættust tvö kvennalið í háskólaboltanum og er skemmst frá því að segja að lið Gilmour labbaði yfir Northeast Ohio College Prep School, 108-1. Já, þær skoruðu aðeins eitt stig.

Það þýðir að eina stig Northeast-liðsins kom af vítalínunni. Ekki eitt einasta skot utan af velli rataði ofan í körfuna. Það er stórafrek út af fyrir sig. Liðið tók 28 skot utan af velli og fjögur vítaskot.

„Við vorum alls ekki að reyna að niðurlægja þær. Við leyfðum þeim meira að segja að fá opin skot,“ sagði þjálfari Gilmour eftir leikinn. Afar áhugaverð ummæli.

Íþróttastjóri tapliðsins sagði að hlutirnir hefðu ekki fallið með sínu liði í leiknum. Líklega rétt hjá honum. Hann var einnig stoltur af sínu liði sem hefði sýnt mikla íþróttamennsku í leiknum og eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×